Skagfirðingabók - 01.01.1997, Side 25
AF GUÐJÓNI SIGURÐSSYNI BAKARAMEISTARA
eða í alls 28 ár og var forseti bæjarstjórnar í átta ár, 1958—1966
þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði hreinan meirihluta.
í bæjarstjórn voru atvinnumál Guðjóni mjög hugleikin og
beitti hans sér mjög í þeim efnum. Hreyknastur var hann hins
vegar af þætti sínum í stofnun Hitaveitu Sauðárkróks. Guðjón
var einn helsti hvatamaður að stofnun hitaveitunnar, en í heita
vatninu sá hann tryggingu fyrir vexti og viðgangi Sauðárkróks.
Guðjón beitti sér ekki aðeins á vettvangi bæjarstjórnar fyrir
framgangi atvinnumála. Kristmundur Bjarnason getur þess í
S'ógu Sauðárkróks að Sveinbjörn Jónsson, síðar forstjóri Ofna-
smiðjunnar, hafi komið að máli við Guðjón sumarið 1942 og
hvatt til að iðnaðarmenn á Sauðárkróki stofnuðu með sér félag.
Guðjón hafði keypt rafmagnsofn frá Rafha, eins og áður segir,
og var Sveinbjörn fenginn við annan mann, til að setja ofninn
upp. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Sveinbjörn átti erindi á
Sauðárkrók því að hann hafði verið ráðinn af stjórn Kaup-
félagsins snemma vors 1934 til að teikna væntanlega mjólkur-
vinnslustöð og líklega kynnst Guðjóni þá. Þetta samtal Guð-
jóns og Sveinbjarnar sumarið 1942 mun hafa verið upphafið að
því að Iðnaðarmannafélag Sauðárkróks (hið síðara) var stofnað.
Fyrstu stjórnina skipuðu: Guðjón Sigurðsson, Ingólfur
Nikódemusson og Þórður Jóhannesson. Urðu nú þátta-
skil í iðnaðarmálum staðarins, því að brátt var farið að
vinna að hagsmunamálum iðnnema þar, og var mikilvæg-
um áfanga náð fyrir þá með stofnun Iðnskóla Sauðár-
króks árið 1946, en séra Helgi Konráðsson tókst á hend-
ur að veita honum forstöðu.
Kristmundur Bjarnason, Saga Sauðárkróks, III, bls. 183
I viðtali við Feyki 1983 segir Guðjón, sem varð fyrsti formaður
Iðnaðarmannafélags Sauðárkróks, að ekki hafi allir haft „mikla
trú á slíkri félagsstofnun, en þegar á leið komu efasemdamenn-
irnir líka með“. Og hann bætir við:
23