Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 29
AF GUÐJÓNI SIGURÐSSYNI BAKARAMEISTARA
Fjarri bita og stcekju bakaraofna
Guðjón átti sér ekki margar ástríður, a.m.k ekki eftir að hann
hætti söng og leik. En djöfullegt þótti honum að komast ekki
í laxveiði nokkrum sinnum á hverju sumri og alltaf var reynt
að finna tíma til að setjast niður og spila brids með félögunum.
Gunnar Þórðarson, Stefán Kemp og bræðurnir Sveinn og Kristján
Sölvasynir voru spilafélagar Guðjóns og á stundum bættist Sölvi
Sölvason í hópinn. Bridskvöldin voru nær heilög stund fyrir
bakarameistarann og raunar í hugum félaganna allra og ávallt
var harr barist og hraustlega slegið í borðið. Þegar komið var
saman í stofunni í bakaríinu var það litið illu auga að barna-
börnin væru að flækjast þar mikið — þetta var tími karlanna
sem spiluðu iðulega fram undir morgun. Þó kom fyrir, þegar
karlarnir voru í þannig skapi, að ég fékk að sitja hljóður inni í
stofu og fylgjast með hamaganginum, en enga truflun þoldu
þeir aðra en þá þegar Olína færði þeim veitingar. Svo annt var
þeim um þessi spilakvöld að Gunnar Þórðarson lét sig hverfa af
árshátíð sem hann átti að vera á í Bifröst, til að geta tekið sæti
sitt við bridsborðið.
En hafi brids verið árátta hjá Guðjóni voru laxveiðar honum
lífsnauðsyn. Hann tók sérstöku ástfóstri við Laxá í Skefilsstaða-
hreppi þar sem ég setti í og landaði maríulaxinum mínum
undir vökulu auga bakarameistarans. Líklega bar Guðjón ekki
meiri virðingu fyrir nokkurri skepnu en laxinum, sem hann
umgekkst af varfærni og allt að því lotningu, ekki síst ef hann
beið lægri hlut í snarpri viðureign veiðimanns og bráðar. Svo
umhugað var Guðjóni að komast í lax að oft kom fyrir að hann
átti veiðidaga á sama tíma í Laxá og Sæmundará, og stundum
víðar. Þá var hóað í vini og fjölskyldu sunnan heiðar.
Guðjóni leið einna best á bökkum veiðiár í góðum félagsskap,
fjarri hita og stækju bakarofna. Og ekki var hann frekur á
stöngina en óspar á leiðbeiningar væri þess óskað, hann kunni
einnig að láta menn í friði. A stundum mátti ætla að hann og
27