Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 32
SKAGI-'IRÐINGABÓK
en ekki komu Ólína og Guðjón því í verk að ganga í hjóna-
band fyrr en 1953. Þau eignuðust þrjú börn, Elmu Björk sem
fædd var 1935, Birnu 1943 og Gunnar árið 1945. Elma Björk
var nuddari að atvinnu, en hún féll frá 1984. Birna er húsmóð-
ir á Sauðárkróki. Gunnar er bakarameistari, en er nú starfs-
maður Loðskinns hf. á Sauðárkróki.
Ólina og Guðjón voru alla tíð mjög náin og enga ákvörðun
tók Guðjón um rekstur bakarísins án þess að bera hana undir
Ólínu. En Ólína var allsráðandi á heimilinu, sem var alltaf opið
fyrir gesti og gangandi, enda með fjölmennustu heimilum bæj-
arins, gestrisni viðbrugðið og veitingar stórhöfðinglegar. Ólína
var forkur til allrar vinnu, rak um árabil greiða- og veitinga-
sölu, og varla var haldin veisla á Sauðárkróki án þess að Ólína
tæki að sér veitingarnar.
Það var mikið áfall fyrir Guðjón þegar Ólína kenndi veik-
inda skömmu eftir að þau höfðu sameinast í endurbyggingu
bakarísins eftir brunann 1979- I byrjun júní 1980 var Ólína
lögð inn á sjúkrahús, en hún hafði kennt sér lasleika þegar tók
að vora og var orðin mikið veik. Sjúkdómur hennar kom hins
vegar ekki í veg fyrir að hún nýtti kosningarétt sinn í for-
setakosningunum 29- júní. Það var ekki í skapgerð hennar að
kjósa á sjúkrahúsi heldur krafðist þess að mæta á kjörstað eins
og aðrir þar sem hún greiddi Pétri Thorsteinssyni sendiherra
atkvæði sitt. Þar voru þau hjónin samtaka eins og í flestu öðru,
en „bakarísfjölskyldan hefur aldrei kosið „rétt“ í forsetakosn-
ingum,“ eins og Guðjón komst að orði þegar úrslitin lágu fyrir.
En veikindin voru alvarleg og 8. júlí fór Ólína suður til Reykja-
víkur til uppskurðar á Borgarspítalanum. Sjö dögum síðar gekkst
hún undir uppskurð en ekki var talið ráðlegt að fjarlægra æxli í
ristli, sem síðar kom í ljós að var illkynja. Eftir aðra aðgerð
kom hún aftur heim til Sauðárkróks.
Að líkindum hefur þetta verið einhver erfiðasti tíminn í lífi
bakarameistarans, sem bjóst alla tíð við að lífsförunautur hans
myndi lifa hann. Ekki bar hann þó tilfinningar sínar á torg, en
30