Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 33
AF GUÐJÓNI SIGURÐSSYNI BAKARAMEISTARA
engum duldist dapurleikinn sem grúfði yfir annars glaðværum
manni. I raun skipti hann um karakter ef svo má segja, en á
góðum stundum braust glettnin og gamansemin fram. En veik-
indi Ólínu voru alvarleg og lést hún að morgni mánudagsins
13. október 1980 á Sjúkrahúsi Skagfirðinga. Hún hafði verið
máttfarin undanfarna daga en neitað þrátt fyrir erfiðan sjúk-
dóm að fá deyfilyf, sagðist vilja halda fullri rænu, sem hún og
gerði. Kvöldið áður hafði Guðjón verið hjá henni með Birnu
dóttur þeirra, og þá sagði Ólína: „Eg ætla að hvíla mig, ég er
orðin þreytt." Þetta voru orð sem sjaldan heyrðust úr munni
Ólínu.
Það lýsir nokkuð þeim hjónum og Guðjóni sem meistara, að
Hörður Pálsson, gamall lærlingur í bakstrinum, kom til Sauðár-
króks nokkrum dögum fyrir jarðarför Ólínu 25. október, og
hjálpaði til í bakaríinu og reyndar stjórnaði fyrirtækinu.
Það voru mikil umskipti fyrir Guðjón þegar Ólína féll frá, en
Elma Björk kom norður um miðjan desember til að aðstoða
föður sinn, ekki síst við jólahaldið sem alltaf var umfangsmikið
í bakaríinu, en í fyrsta skipti í áratugi þurfti Guðjón að halda
hátíðina án Ólínu. Elma dvaldist oft langdvölum hjá föður sín-
um fram til þess er hún féll frá árið 1984.
I september 1984 greindist Guðjón með krabbamein í blöðru-
hálsi og lagðist hann inn á Landspítalann 28. september til að
gangast undir geislameðferð sem virtist heppnast vel. En undir
lok árs 1985 var ljóst að sjúkdómurinn hafði tekið sig upp aft-
ur og fór Guðjón suður á Landspítalann þar sem hann var í
nokkrar vikur. Það var hins vegar ekki í skapgerð hans að liggja
á sjúkrahúsi fjarri heimabyggð og síðustu mánuðina var hann á
Sjúkrahúsi Skagfirðinga.
Aðfaranótt 16. júní 1986 lést Guðjón á sjúkrahúsinu á 78.
aldursári.
31