Skagfirðingabók - 01.01.1997, Qupperneq 34
HÁTÍÐARRÆÐA
Á HÁLFRAR ALDAR KAUPSTAÐARAFMÆLI
SAUÐÁRKRÓKS
eftir PÉTUR SIGHVATS úrsmið á Sauðárkróki
AFMÆLISHÁTl'Ð Sauðárkróks var haldin 17. júní 1922, ekki sízt fyrir for-
göngu ungmennafélagsins Tindastóls, eins og Kristmundur Bjarnason grein-
ir frá í Sögu Sauðárkróks í sérstökum kafla. I senn virðast íbúar hafa minnzt
50 ára búsetu á staðnum og upphafs fastaverzlunar þar. Afmælishátíðin fór
fram úti á Eyri, eins og þá tíðkaðist, og var mikið haft við. Hátíðarhöldin
hófust með guðsþjónustu í Sauðárkrókskirkju, og þar prédikaði Hálfdan Guð-
jónsson prófastur, en að messu lokinni gekk fólk í skrúðgöngu til hátíðar-
svæðisins. Þar hófst fjölbreytt dagskrá sem afmælisnefndin hafði undirbúið,
en Pétur Sighvats úrsmiður var formaður hennar. Ræða sú sem hér fer á eftir
var flutt við upphaf hátíðarinnar, en síðan fylgdu skemmtiatriði í 23 liðum,
en milli atriðanna sungu Bændakórinn og barnakór undir stjórn Eyþórs
Stefánssonar. Um kvöldið var síðan dansað á hátíðarpallinum.
Pétur Sighvats fæddist 6. nóvember 1875 vestur í Dýrafirði og lézt 12.
ágúst 1938 á Sauðárkróki. Hann lærði úrsmíði í Kaupmannahöfn og þar
kynntist hann konu sinni, Rósu Daníelsdóttur (1875-1929), eyfirzkra ætta,
en hún var systir Sigurgeirs kaupmanns á Króknum. Pétur og Rósa settust
að á Sauðárkróki árið 1903. Hann setti upp verzlun með úr og klukkur, en
varð símstöðvarstjóri þegar Krókurinn komst í símasamband við umheim-
inn. „Má segja, að Pétur kæmi að meira eða minna leyti við sögu í flestum
framfara- og menningarmálum staðarins alla tíð, meðan hans naut við“ segir
í æviþætti hans í Skagfirzkum teviskrám (1890-1910, III. bindi). Pétur og
Rósa eignuðust sex börn. Ragnar dó á barnsaldri og Ragnhildur lézt tvítug,
Gunnar dó rúmlega tvítugur, en Pálmi, Þórður og Sighvatur komust allir
til fullorðinsára. Pálmi og Sighvatur stunduðu sjó, Þórður lærði rafvirkjun,
lengst af verkstjóri hjá Pósti og síma. Þeir bræður voru allir kunnir og vel
metnir borgarar, og settu svip sinn á bæjarlífið.
Ræða Péturs er varðveitt í handriti hans hjá afkomendum hans á Stöðinni,
eins og íbúðarhús hans, Aðalgata 11 á Sauðárkróki, er jafnan kallað. Þar er
nú húsráðandi Herdís Pálmadóttir, ekkja Sighvats. Ræðan er með hendi
Péturs og er stafsetning færð í það horf sem tíðkast í þessu riti, en orðmynd-
32