Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 39
HÁTÍÐARRÆÐA Á HÁLFRAR ALDAR AFMÆLI SAUÐÁRKRÓKS
ugt. Honum fór fyrst að vaxa flskur um hrygg eftir 1912 og
langmest hin síðustu sex ár, og nú er varasjóður hans um 50
þúsundir og viðskiptaveltan nemur rúmri einni milljón króna
á ári.
Sýslumannsbúseta 1890. Þar næst kemur sýslumannsbúseta
1890. Þá flutti Jóhannes sál. Olafsson hingað frá Gili. Síðan
hafa verið hér fimm sýslumenn, þeir Eggert Briem, Guðmundur
Björnsson, Páll V. Bjarnason, Magnús Guðmundsson og nú
Kristján Linnet.
Kirkjan 1892. Þar næst er kirkjan. Hún var vígð 1892 og
hafði verið unnið mjög ötullega að því að safna til hennar og
margir áhugasamir menn og konur að því starfað og gefið mik-
ið. Var Ludvig Popp þar fremstur allra og hann málaði letrið á
töflurnar.
Lœknisbúseta 1898. Sex’ árum síðar bættist enn við. Það var
föst búseta handa héraðslækninum. Það var 1898. Þá var fyrst-
ur fastur læknir hér Sigurður Pálsson, en svo liðu nú 8 ár þar
til ný viðbót kom.
Símasamband 1906. En það var 1906 þegar landið fékk síma-
samband. Þá varð Sauðárkrókur einn af fyrstu stöðunum sem
fékk símasamband og var þá 2. flokks stöð með 12 talsímanot-
endum, umsetning 3000, nú 25 og 1. flokks B-stöð, umsetn-
ing 14 þúsund. Lega Sauðárkróks gerir það að héðan eru einna
ódýrust símasambönd um landið. Hann liggur svo nærri miðju
símakerfisins; jafndýrt til Reykjavíkur, Seyðisfjarðar, Isafjarðar.
Hreppur 1907. Sérstakur hreppur varð bærinn 1907, og síðan
hefur hann getað starfað að undirbúningi að skipulagi fyrir bæ-
inn og annast fjármál sín. Fyrsti oddvitinn var séra Arni Björns-
son prófastur, en fyrsti hreppstjórinn var Jón Guðmundsson frá
Brennigerði.
3 í hdr. stendur fjórum. Þessi misritun kann að byggjast á því, að Sigurður varð
læknir hér árið 1896, en bjó þá á Sauðá. Hann settist að á Króknum árið 1898
eins og Pétur segir. Ritstj.
37