Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 41
HÁTÍÐARRÆÐA Á HÁLFRAR ALDAR AFMÆLI SAUÐÁRKRÓKS
fleiri verzlanir. Jakobsens verzlun, síðan Gránufélags, nú Samein-
uðu verzlanir. Það eru elztu verzlanirnar hér á staðnum. Síðan
komu fleiri sem sumar eru fyrir löngu hættar, og nú eru hér 12
verzlanir fyrir utan apótekið og veltan um 1 lh milljón.
Eg þarf ekki að lýsa verzluninni, hana þekkið þið öll. Það hef-
ur verið aðallega skulda- eða lánsverzlunin gamla. Peningar
voru nauðalítið í umferð, og það var erfitt að fá þá. Það komu
að vísu enskir fjárkaupamenn og borguðu með peningum, gulli
og silfri, en það knúði ekki kaupmenn til að hafa pening í sín-
um verzlunum. Þeir létu sér nægja inn- og milliskriftir, og svo
var það fram að 1904—5 þegar Knudsen sál. fór að kaupa gærur
fyrir peninga. Þá urðu kaupmenn að breyta til, og eftir að Slát-
urfélagið fór að starfa, taka fé til slátrunar og selja, komst sú
breyting á sem nú er, og verða menn að játa að þetta hefur ver-
ið hin mesta verzlunarbót.
Atvinnuniál
Fiskiveiðar. Frá fyrstu byrjun hefur atvinna bæjarmanna verið
sjósókn og landbúnaður ásamt vinnu við upp- og framskipun
og slátrun. Framan af, allt að því í 30 ár, voru fiskiveiðar og
fiskverkun aðalatvinnan, sú atvinnan sem dró mest vinnulýð-
inn að bænum. En stuttu eftir 1900 fór að draga úr aflanum,
og þá dró líka úr vexti bæjarins, og frá 1905 má heita að bær-
inn hafi staðið í stað.
Fiskiveiðar 1921
Þorskur 6.729 kg
Smáfiskur 41.204 kg
Ýsa 32.362 kg
Heilagfiski 2.235 kg
Steinbítur 382 stk.
Silungur, koli að auki
39