Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 45
HÁTÍÐARRÆÐA Á HÁLFRAR ALDAR AFMÆLI SAUÐÁRKRÓKS
jafnvel gáski gert vart við sig, því að einu sinni var rætt um
kynbætur á öllu lifandi, en einkum á mönnum.
Kvenfélagið stofnað 1895. Það hefur verið til mikils gagns fyr-
ir bæinn og líknarstarfsemi þess hefur stöðvað mörg tár og ylj-
að upp bæði hús og hjörtu þeirra sem hafa verið þess sárþurf-
andi.
Stúkan stofnuð 1897. Stóð með mestum blóma frá 1900-
1914. Hún er líka líknarstofnun og á óefað mikinn þátt í að
breytzt hefur hugsunarháttur um ofnautn áfengis.
Verzlunarmannafélagtó. Það hefur starfað í kyrrþey, en látið þó
ýms mál til sín taka, og það vann bezt að því að byrjað var á
öldubrjót.
Ungmennafélagið. Það hefur einnig starfað að ýmsum málum
sem varða heill og heiður þessa bæjar. Það var frumkvöðull að
stofnun sjúkrasamlagsins.
Sjúkrasamlagið var stofnað 1913- Það er ein hin nytsamleg-
asta stofnun sem alþýða þessa bæjar á yfir að ráða. Það hefur
notið mestu vinsælda í bænum, enda hefur það styrkt marga
fátæka, komið í veg fyrir að sumir hafi orðið öreigar.
Verkamannafélag.
Listir. Leiklistin. Hún er orðin hér landlæg og sjálfsögð og hef-
ur verið iðkuð nær óslitið síðan 1884 og oft verið til mestu
ánægju þrátt fyrir það þótt hún hafi verið notuð sem agn til að
aura saman fyrir ýmis félög sem starfa að mannúðarmálefnum.
Það hafa oft verið ágætir kraftar með talsverðu listfengi sem
hefur verið unun á að horfa, einkum hafa leikir þeir sem kven-
félagið hefur staðið fyrir haft orð á sér fyrir góðan útbúnað og
listblæ.
Lestrarfélög — bókasafn. Það voru hér tvö lestrarfélög, en þau
eru sofnuð út af og ekkert lestrarfélag er til í bænum, og hann
á ekkert bókasafn.
Skáldskapur, söngur og aðrar fagrar listir hafa átt og eiga hér í
seli, en þær eru ekki daglega á gatnamótum, aðeins sýna koll-
inn eða þeim bregður fyrir í svip endrum og eins.
43