Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 49
ÞETTA OG HITT ÚR SKAGAFIRÐI
Amtmaður snýr því næst máli sínu til sýslumanns, biður hann
að láta sér góðfúslega í té nöfn níu „gegnra, greindra, fátækra
og bókhneigðra húsfeðra í bændastétt", manna sem hann telji
bezt að því komna að eignast ókeypis eitt eintak þessa rits.
Sýslumaður varð fljótlega við tilmælum yfirboðara síns og
bjó út, á sérstöku blaði, lista með nöfnum níu bænda í Skaga-
fjarðarsýslu sem hann áleit „mest qualifícerede til at erholde 1
Exemplar af det til gratis Uddeling skænkede Værk, Heims-
kríngla". Hann dagsetur listann að Enni 30. ágúst 1832, telur
upp mennina eftir röð kirkjusókna og byrjar í Fljótum:
Jón Guðmundsson bóndi á Krakavöllum, Barðssókn.
Þorgeir Hallsson bóndi á Heiði, Fellssókn.
Gunnlaugur Jónsson bóndi á Skuggabjörgum, Hofssókn.
Jón Þorleifsson bóndi á Sviðningi, Hólasókn.
Jón Pálsson bóndi í Kýrholti, Viðvíkursókn.
Hjálmar Jónsson bóndi á Uppsölum, Silfrastaðasókn.
Hallgrímur Jónsson bóndi á Lýtingsstöðum, Mælifellssókn.
Gísli Konráðsson bóndi á Ytra-Skörðugili, Glaumbæjar-
sókn.
Tómas Tómasson bóndi á Sævarlandi, Hvammssókn.
Allir þessir menn utan einn, Hjálmar Jónsson, tóku við eintaki
sínu af Heimskringlu, og hefur geymzt undirskrift þeirra því
til sannindamerkis á öðru blaði. Ekki er ljóst, hvers vegna nafn
Hjálmars stendur ekki skrifað þar, rétt eins og hinna.
2.
Listi sýslumanns er allfróðleg heimild, og verður nú skyggnzt í
hann lítið eitt. En hafa ber hugfast, að yfirvaldið fékk ekki til
dreifingar nema níu eintök af Heimskringlu. I Skagafjarðar-
sýslu var á þessum tíma margt bókfúsra manna í alþýðustétt,
skáld og sagnameistarar. Þeir lifðu við misrúman efnahag, og
að líkindum auðveldaði það sýslumanni valið, sbr. ósk gefanda.
47