Skagfirðingabók - 01.01.1997, Síða 50
SKAGI'IRDINGABOK
Tvo menn á listanum er óþarft að kynna sérstaklega: Hjálmar
Jónsson (1796-1875) og Gísla Konráðsson (1787-1877). Þeir
urðu síðar þjóðfrægir yfirburðamenn, Hjálmar í skáldskap, Gísli
í sagnfræðum, og fengust þó hvor um sig við þær menntagreinar
báðar tvær. Kveðskapur Gísla (rímur og fleira) er alveg gleymd-
ur að kalla, en í þjóðlegum frásögnum Hjálmars glóir víða á
gullið rautt. Eftir Hjálmar hefur næstum allt verið birt í fræði-
legri umsjá Finns Sigmundssonar, en sögurit Gísla, margnotuð
af hinum og þessum, hafa komið út á dreif, hvern áratuginn
eftir annan, og oft án þess frágangs undir prentun sem þau eiga
skilið.
Þrír aðrir menn á listanum eru nafnkenndir sökum iðkunar
fræða og kveðskapar: Gunnlaugur Jónsson, Hallgrímur Jóns-
son, Tómas Tómasson:
Gunnlaugur Jónsson (1786—1866) bjó á Skuggabjörgum í
Deildardal 1823—58. Hann dró ýmislegt saman í lausu máli,
m.a. aldarfarsbók. Hitt heldur þó nafni hans frekar á lofti, að
hann skrásetti feiknin öll af kveðskap frá ýmsum tímum (í níu
stórum bindum), og hefur sitthvað í þeim uppskriftum komið
fræðimönnum í hinar beztu þarfir.
Hallgrímur Jónsson (1787—1861) var fæddur í Laufássókn við
Eyjafjörð. Eftir tvítugsaldur átti hann lengst af heima á ýms-
um stöðum í Skagafirði. Hann stundaði alþýðulækningar, varð
kunnur undir nafninu „Hallgrímur læknir". Hann orti margt,
rímnaflokka meðal annars, og voru þrír þeirra prentaðir á hans
dögum (sbr. Rímnatal Finns Sigmundssonar, 1966).
Tómas Tómasson (1783-1866) á Sævarlandi bjó áður á Nauta-
búi í Lýtingsstaðahreppi, en síðar á Hvalnesi á Skaga og er í
heimildum kenndur við þessa bæi jöfnum höndum, þó einkum
Nautabú og Hvalnes. Mikið orð fór af fræðihneigð hans, einnig
kunnáttu í lögum, og var hann oft fenginn til þess að sækja eða
verja mál manna í héraði. Hann var góðvinur Gísla Konráðs-
sonar, sendi honum mörg fréttabréf úr Skagafirði eftir að Gísli
fluttist vestur í Barðastrandarsýslu árið 1850, og hagnýtti Gísli
48