Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 53
ÞHTTA OG HITT ÚR SKAGAFIRÐI
Jón Þorleifsson, þriðji Jóninn á lista Lárusar sýslumanns, hóf
búskap í Hringveri í Viðvíkursveit árið 1817 og lifði fram til
1873, alla tíð bóndi á ýmsum bæjum í Viðvíkur- og Hóla-
hreppum. Miðkona hans var Guðrún, ekkja Jóns Pálssonar í
Kýrholti og móðir séra Páls Jónssonar í Hvammi.
Jón Þorleifsson kemur við eina af þeim sögum sem séra Páll
skráði handa Jóni Arnasyni, og segir prestur þar um stjúpa
sinn: „...hann var ráðsettur maður og vel greindur og manna
frásneiddastur myrkfælni og allri hjátrú."3
Þá er einungis eftir að geta Þorgeirs Hallssonar. Hann bjó
1819-30 í Fljótum, en síðan á Heiði í Sléttuhlíð, dáinn 1842.
Þorgeir kemur víða við sögur, dóttursonur Galdra-Geira, Þor-
geirs Stefánssonar í Fnjóskadal, þess er magnaði um 1770 bol-
ann fræga sem við hann var kenndur og fylgdi niðjum hans.
Þorgeir Hallsson er í einni sögunni sagður mikill atorku-
maður, vel efnaður, fengsæll á sjó, góður járnsmiður; en svo er
þessu bætt við:
Þó að Þorgeir væri bæði kjarkmikill og burðamaður, átti
hann oft fullt í fangi með að verjast Bola, einkanlega ef
hann gleymdi að gefa honum blóðskammt við og við.
Og sagt er, að Boli hafi að lokum ráðizt á hann í smiðj-
unni og þjarmað svo að honum, að hann lézt samdæg-
urs.4
Og segir nú ekki fleira að sinni frá þeim skagfirzku mönnum -
gegnu, greindu, fátæku, bókhneigðu húsfeðrum í bændastétt -
sem hiutu Heimskringlu gefins frá útlendum herra samkvæmt
amtsbréfi 1832.
1996
3 íslenzkarþjóðsögur og œvintýri III, Rv. 1955, bls. 303.
4 Gráskinna hin meiri II, Rv. 1962, bls. 307.
51