Skagfirðingabók - 01.01.1997, Síða 54
SKAGFIRÐINGABÓK
Einn af vorum minnstu brœðrum
I gamla daga var á Sauðárkróki maður sem hét Sigurður Helga-
son og hlaut auknefni eins og margur annar í bænum, kallaðist
„Siggi vinur" eða „Siggi krunkur". Eg heyrði aldrei fyrra við-
urnefnið, það mun hafa gufað upp fyrir mitt minni. Hann
hafði ýmsan starfa: var til dæmis í snúningum fyrir samborg-
ara, dyravörður sýslunefndar, þegar hún hélt fundi sína ár hvert,
og var kamarmokari.
Sigurð bagaði flogaveiki; og að sumu öðru leyti var hann
ekki eins og fólk er flest, hrekklaus barnssál. Þó gat hann
svarað fyrir sig stöku sinnum, svo að á annað skini en fákænsku
og óþvegnar hendur. Einu sinni, eftir kamarfötuburð, kom
hann í hús til fyrirmyndarmanns um alla siðlega breytni og
fékk framan í sig af vörum hans þessa spurningu:
„Hefurðu nokkuð baðað þig nýlega, Sigurður minn?“
„Talarðu svona við allt fólk sem kemur hingað?" anzaði Sig-
urður, vatt sér við og stikaði burt á stundinni.
Sigurður Helgason dó árið 1936, flmmtugur. Þá var ég barn,
en náði því samt að sjá hann útundan mér og muna síðan, þó
aðeins sem stutta svipmynd:
Hann situr heima á Sunnuhvoli við eldhúsborð og sötrar
kaffisopa, hljóðlátur, ekki hár í sæti, en þybbinn, skeggjaður
um vanga, og mér finnst að einhvers konar farg hvíli á þessum
manni. Móðir mín er ein að sýsla í eldhúsinu, birtan þar inni
fölgrá.
Lengra nær ekki svipmyndin. Seinna var mér sagt að Sig-
urður hefði verið brúneygður og rjóður í kinnum, en ekki sáu
barnsaugu mín þá liti.
Það var eitt af störfum Sigurðar Helgasonar á sumrin, að hann
hreinsaði kúaklessur af götunum. Mjólkurkýr lötruðu með
klaufnabraki gegnum bæinn, að morgni dags og undir kvöld,
og skitu náttúrlega eins og þeim sýndist. Sigurður ók um með
52