Skagfirðingabók - 01.01.1997, Síða 56
SKAGHRÐINGABÓK
Hér kemur fram, að Sigurður Helgason var rauðskeggjaður,
Barbarossa merkir „rauðskeggur".
ísleifur, drengur góður í alla staði, gat ekki vegna glettni
sinnar sleppt því að gera annað slagið að gamni sínu við Sig-
urð, án þess að vilja honum illt, enda voru þeir beztu mátar.
Einu sinni spurði Isleifur:
„Sigurður, hvort vildirðu heldur vera Kristján konungur tíundi
eða graðfoli suður í Guðlaugstungum?“
Hann hugsaði sig um vel og lengi, svaraði svo:
„Graðfoli."6
Víkur nú sögunni til annars skálds á Sauðárkróki, Gísla Ólafs-
sonar frá Eiríksstöðum. Sumum þótti hann dálítið fyrir það að
sýna sig; gekk svo langt að þeir kölluðu hann, daglaunamann-
inn, höfðingjasleikju. Þvaður. Óframfærni háði hins vegar ekki
Gísla skáldi, og hann naut tilbreytingar sem bauðst stund og
stund í vanagangi hversdagslífsins. Gísli var alþýðunnar maður
í hjarta sínu, stóð með lítilmögnum. Það sýndi hann og sann-
aði óvíða betur en þegar Sigurður Helgason var borinn til mold-
ar: Þá sté hann fram og flutti ljóð við gröfina, tólf látlausar
ferskeytlur. Þær birtust síðar í kvæðasafni hans, Á brotnandi
bárum (1944), en munu samt fáum kunnar nú. Fjórar fyrstu
vísurnar hljóða á þessa leið:
„Gamalt hdr. mitc." - Hari er sama orð og herra\ hjólböruhari er því manns-
kenning: herramaður sem ekur hjólbörum.
Það er eftirtektarvert, að á fyrri hluta aldarinnar brugðu sumir hagmæltir
menn 1 Skagafirði - frammi í héraði og á Sauðárkróki - fyrir sig bragarhátt-
um (misnákvæmlega) úr dróttkvæðum skáldskap fornaldar, oft í gamansöm-
um, stökum vísum, í stað alþýðlegra rímnahátta eins og algengast var og er í
lausavísnakveðskap. Mig grunar að rekja megi þennan .leik', öðru fremur, til
séra Hallgríms Thorlaciusar í Glaumbæ. Hann var fornmenntamaður, vel
hagmæltur og fyndinn, og finnast dæmi þess háttar kveðskapar eftir hann,
jafnhliða vísnagerð undir rímnaháttum.
6 Sigurðar Helgasonar er getið á nokkrum stöðum í Sögu Sauða'rkróks l-III, Ak.
1969-1973, efdr Kristmund Bjarnason, en þar eru aðrar sögur sagðar af
honum en hér voru tilfærðar.
54