Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 58
SKAGFIRÐINGABÓK
Kveðjum þennan þreytta gest,
þegar horfinn sýnum.
Lof sé þeim, er lengst og bezt
líknuðu veikleik þínum.
Þannig kveður ekki sá sem er hallur undir höfðingja.
1990
Áshildarholtsdys
Snemma á uppvaxtarárum mínum benti mér einhver á dys á
holtinu fyrir utan bæinn í Ashildarholti í Borgarsveit. Hún
sást frá þjóðveginum. Eftir það varð mér tíðlitið þangað út um
bílglugga, ýmist á leið fram eftir eða heim til mín út á Krók.
Ég ásetti mér að ganga einhvern tíma að þessari dys. En
áratugir liðu án þess að það kæmist í verk; lafhægt var þó að
skreppa þangað. Reyndar held ég að mjög fáir á Sauðárkróki
hafi lagt leið sína að Ashildarholtsdys, ekki fundizt taka því,
enda lítið að sjá. Auk þess grunar mig, að ýmsir í bænum hafi
blátt áfram ekki vitað um þetta grjóthrúgald.
Engin greinileg þjóðsaga fylgdi Ashildarholtsdys í mín eyru,
krakkanum. Þó var sagt að þar lægi Ashildur sem bærinn Ás-
hildarholt er kenndur við. Og hálfpartinn lá í orðunum, að sú
kona hefði gerzt sek um glæp og væri því dysjuð þarna.
Mér lærðist um sömu mundir, að dysjar væru til hér og þar á
Islandi. Þetta var þó eina dysin sem ég hafði augum litið, og
hún glæddi ímyndunaraflið: yfir henni hvíldi, í huga mínum,
dulúð og myrk forneskja.
Stundum þegar lengra leið gældi ég við þá hugsun, að um
Áshildarholtsdys hlytu að vera til gamlar sagnir, gleggri en
losaraleg munnmælin sem ég heyrði forðum. Aldrei leitaði ég
56