Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 60
SKAGFIRÐINGABÓK
Einnig skrifar prestur:
Mitt á millum Skálahnúks- og Kálfarsdalsbæja er Kálfars-
leiði rétt við veginn, grjóthrúga mikil...
Þarna er orðin til persónan Kálfar, þótt prestur nefni ána sem
rennur um „Kálfarsdal" Kálfá á öðrum stað í ritgerð sinni.
Um horfnar fornleifar í sóknum sínum skráir hann þetta:
Ekkert veit eg til um neinar fundnar fornleifar hér um
pláss og ei heldur, hvar þeirra væri að leita. I því tilliti
væri þó gerlegt að rannsaka Kálfars-, Ashildar- og dætra
hennar leiði, sem hvergi fínnst, hve gömul muni vera,
líka máske Landsendaþúfuna...8
Hér bryddir á þjóðsögu: um Ashildi í Ashildarholti og dætur
hennar! Hvar skyldi þeirrar sögu nú að leita? Eða var hún
aldrei færð í letur?
Eina bókfesta þjóðsagan sem ég hef rekizt á og virðist hægt
að tengja Áshildarholtsdys, er í þjóðsagnasafni Ólafs Davíðs-
sonar. Hún nefnist Áshildarhaugur og er „eftir sögn Jóhanns
Péturs Péturssonar frá Borgargerði í Skagafirði 1902“. Jóhann
Pétur var síðast verzlunarmaður í Reykjavík, sonur Péturs Sig-
urðssonar kaupmanns á Sjávarborg, sem átti undir lokin heima
í Borgargerði, hjábýli frá Sjávarborg. Jóhann fæddist 1884 og
var því átján vetra þegar hann sagði söguna:
Bærinn Áshildarholt í Skagafirði er kenndur við Áshildi
nokkra, er þar bjó áður, og var hún heygð skammt frá
bænum. Þar heitir enn Áshildarhaugur. Hann er spor-
8 Landsendaþúfan var grasþúfa á mjóum melhrygg kippkorn norðan Reykja á
Reykjaströnd; gekk í munnmælum að hún væri féþúfa, ritar séra Jón í sókna-
lýsingunni.
58