Skagfirðingabók - 01.01.1997, Blaðsíða 61
ÞETTA OG HITT ÚR SKAGAFIRÐI
öskjulagaður og snýr í norður og suður. Greinileg hleðsla
sést á haug þessum að neðan. Um þær mundir, sem As-
hildur bjó í Ashildarholti, lá sjór yfir flatlendinu í Skaga-
firði; en borgin, þar sem nú er Stóra-Borg, var eyðisker
alveg gróðurlaust. Ashildur lét þekja það moldu, því að
hún sagði, að sig grunaði, að þar mundi kirkja verða
reist seinna. Hún bað að heygja sig, þar, sem vel sæi til
Borgar, og var það gert, því að Ashildarhaugur er því
sem næst á móti Borg.9
I þessum línum er margt kostulegt saman komið: Dysin orðin
fornaldarhaugur — nema sögumaður eigi við annan stað í landi
Ashildarholts en dysina, sem er ósennilegt - og getið er „hleðslu"
haugsins; Áshildur búkona er uppi löngu fyrir landnám, á ótil-
greindu hlýviðrisskeiði fyrir daga Jesú. Þetta er allt í senn
jarðsaga, tröllasaga og kristnisaga.
Hin landmikla kostajörð Sjávarborg er nefnd Stóra-Borg í
þessum fornaldarskáldskap, og þekki ég ekki önnur dæmi þess,
né heldur að dysin væri kölluð Áshildarhaugur. Alltaf var sagt
Áshildarholtsdys eða dysin á Áshildarholti, svo ég heyrði. I ör-
nefnalýsingu Margeirs Jónssonar á Ogmundarstöðum er grjót-
haugurinn nefndur Áshildardys, sem er eflaust rétthermi engu
síður en Áshildarleiði\ samt kannast ég betur við hitt sem hann
skráði:
Þau ummæli fylgja dysinni, að allir, sem í fyrsta sinn
fara hjá dysinni, eiga að kasta steini í hana, svo að ferðin
misheppnist ekki. Þetta hafa víst margir gert, því að nú
er komin allstór grjóthrúga, þar sem dysin á að vera.
Loksins á vordegi 1981 gekk ég, einn með sjálfum mér, til Ás-
hildarholtsdysjar, gestur hjá vinum mínum á Sjávarborg. Eg
9 Ólafur Davíðsson: íslenzkarþjóðsögur III, Rv. 1979, bls. 15.
59