Skagfirðingabók - 01.01.1997, Blaðsíða 62
SKAGFIRÐINGABÓK
fór ekki upp efrir í þjóðfræðaskyni, síður en svo, heldur rölti
þangað til þess að ljúka gömlu ætlunarverki.
Á staðnum fannst mér eins og ég hefði náð til píramítanna!
Þó var ekkert sérstakt að sjá, aðeins ílanga grjóthrúgu á litlum
harðbala efst á holtinu. I kring lyngi vaxið mólendi. Hrúgan
snotur og löguleg, nema helzt að vestanverðu, þar var hún dá-
lítið ,útvaðin‘. Eg stikaði fram með henni, og hún virtist fimm
metrar á lengd og hálfur fjórði metri á þverveg. Mér gleymdist
að gizka á hæð hennar, í allri vísindamennskunni.
Sýnilega lá alfaravegur um Áshildarholt fyrr á dögum. Höfðu
ferðamenn smám saman búið til þessa dys úr engu — með því
að kasta lausagrjóti á einn stað, líkt og dæmi eru til nú á fjalla-
leiðum, þar sem hægt og sígandi hafa hlaðizt upp grjóthaugar
utan um uppspuna ferðamanna?
Ég svaraði ekki spurningunni, en settist niður, lét hallast
upp að dysinni norðan í móti, horfði út á fjörð, á Drangey,
Málmey, Þórðarhöfða. Veðrið var bjart.
Menn úr Króknum á reiðtúr fram veg, tveir saman, hægðu
ferðina og störðu lengi á fatahrúgaldið. Líka heyrðist til hrafna.
Ég hugsaði: Maður er heima hjá sér! lagsmaður.
1996
Út af Rauóamyrkri
1.
Um atburðina sem frá greinir í Rauðamyrkri (1973) heyrði ég
fyrst af vörum æskuvinar, Guðmundar Hansens. Hann var þá
kvöldgestur á heimili mínu. Munnmælin hafði Guðmundur
eftir systursyni sínum á Hólum í Hjaltadal, Ragnari Björns-
syni. I aðföngum til bókarinnar sést, að ég dagsetti frásögn
Guðmundar 12. 10. 1968, en honum sagði Ragnar sumarið áður.
Einhverjum kynni að þykja forvitnilegt að heyra munnmæla-
söguna um þjófnaðinn á Reykjum í Hjaltadal og afdrif Otta
60