Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 63
ÞETTA OG HITT ÚR SKAGAFIRÐI
Sveinssonar í þeirri gerð sem lifði á Hólastað árið 1968 og varð
kveikja bókarinnar. Því verður nú tekin hér upp í heild frásögn
Guðmundar. Mér fannst hún einkennileg og afréð brátt að
kanna sanngildi hennar. Þessi munnmæli skráði ég undir fyrir-
sögninni: Þjófnaðurinn á Reykjtm íHjaltadal:
„Það er upphaf þessa máls, að nýkomin er í Hóla Þóra Gunnars-
dóttir prestsfrú og sezt þar í bú. Með henni er ungur maður
skyldur henni, Tómas að nafni, ákaflega laginn í höndum og
smiður góður. Frammi á Reykjum býr karl einn ríkur, og var
talið að hann geymdi peninga sína þar f kistuhandraða, senni-
lega dali eða spesíur. A Sleitustöðum eru byrjaðir búskap fyrir
skemmstu tveir ungir menn, Svarfdælingar báðir, og heita að
ættarnafni Kjærnesteð. Þeim leikur hugur á að ræna karlinn á
Reykjum, fara til Tómasar á Hólum og fá hann til að smíða
þjófalykil eftir fyrirsögn frá þeim, og veit Tómas ekki meira en
svo, til hvers á að nota hann og grunar þá ekki um græsku.
Svo er það einhvern tíma við mikla messuathöfn á Hólum, að
þeir félagar tveir fara fram að Reykjum og stela peningunum
úr kistunni með þjófalyklinum, en enginn var heima á bænum,
því fólk allt hafði farið til messu. Þegar heimafólk á Reykjum
kemur aftur úr kirkjuferðinni, sér karlinn að peningarnir eru
horfnir og kærir þjófnaðinn til sýslumanns, veit þó ekki hverjir
valdir eru að honum. En það sést að kistan hefur ekki verið
sprengd upp, heldur opnuð með lykli, svo honum dettur Tómas
í hug vegna þess orðs sem fór af hagleik hans — og berast
böndin að honum. Tómas verður hræddur og biður Þóru
frændkonu sína ásjár, að hún feli hann. Varð hún við bón hans
og mun fyrst hafa falið hann í heyhlöðu. Síðan kemur sýslu-
maður og yfirheyrir heimafólk á Hólum og spyr um Tómas, en
þá er hann horfinn. Hans er leitað, en árangurslaust. Enginn
lét sér detta í hug að menn þessir á Sleitustöðum væru við
málið riðnir.
Svo er það um haustið að Tómas er fluttur úr hlöðunni og í
61
L