Skagfirðingabók - 01.01.1997, Side 64
SKAGFIRÐINGABÓK
hrútakofa sem stóð neðarlega í túninu á Hólum, stutt frá læk
einum sem þar rann. Og þangað var honum færður matur að
næturlagi. En eitt sinn þegar komið var með matinn, er þar
enginn maður, Tómas horfinn með öllu. Hefur aldrei til hans
spurzt síðan.
Nokkru seinna er það að þeir Sleitustaðabændur taka sig upp
og hverfa af landi brott til Vesturheims, og um það bil tíu
árum síðar deyr sá á Reykjum sem rændur hafði verið og er
grafinn á Hólum. En þegar verið er að taka gröfina vill svo
einkennilega til, að komið er niður á framréttan handlegg svo
sem tvö fet undir jörðu og síðan líkið allt. Þegar málið er
athugað kemur í ljós, að gröf þessi hafði verið nýtekin um það
bil sem Tómas hvarf. Sumir þóttust vita að þarna væri komið
lík Tómasar.
Nú víkur sögunni vestur til Ameríku. Ekki löngu síðar en
þeir Sleitustaðamenn hurfu af landi brott, bættust í hóp Vestur-
heimsfara nokkrir Hjaltdælingar, ef til vill hefur það verið Jón
Benediktsson og hans fólk. Og segir nú næst frá því, að einn
þeirra er staddur inni á krá vestanhafs, heyrir á tal manna
skammt frá sér, og ræðast þeir við á íslenzku. Tveir mannanna
segja af sér frægðarsögur og annar þeirra lýsir því, hvernig þeir
hafi farið að við hrútakofann á Hólum. Er þeir voru orðnir
hræddir um að Tómas gæfist upp og segði frá öllu saman, taka
þeir sig til um nótt, fara með brennivín heim í Hóla og hella
Tómas fullan, bjástra svo með hann að læknum og skera hann
á háls ofan í vatnið, þannig að blóðið rennur burt; bera hann
síðan í kirkjugarðinn og stinga honum ofan í nýjasta leiðið
sem þar var.
Maður sá er hleraði frásögn þessa á kránni skildi nú hvernig í
öllu hafði legið, og frá honum spurðist til Islands um þessar
aðfarir."
Þegar ég tók að kynna mér sýslumannsbækur, varð greinilegt
að tveimur þjófnaðarmálum hafði verið steypt saman í munn-
62