Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 66
SKAGFIRÐINGABÓK
um afdrif Otta, sagði Kristni bróður sínum á Skriðulandi, og
það einnig, hvern hann bæri fyrir sögunni. Sá maður var riðinn
við glæpinn. Jóhannes nafngreindi hann, og Kolbeinn síðan í
frásögnum sínum. Það nafn fær að standa enn um sinn á minn-
ismiða í hirzlum mínum.
Kolbeinn á Skriðulandi heyrði aldrei annað en að Otti Sveins-
son hefði verið myrtur. Hann hikaði ekki við að segja það, þegar
við sátum tveir saman löngum stundum og ræddum hina ljótu
atburði í Hjaltadal. Hins vegar tiltók hann ekki, bvernig Otta
var styttur aldur, hvort hníf hefði verið brugðið á barka hon-
um, hvort hann var kyrktur eða höfði mannsins haldið niðri í
bæjarlæknum þangað til hann gaf upp öndina.10
I stuttu máli: Hér var söguefnið vaxið út fyrir skráðar heim-
ildir, en sjálfur söguþráðurinn hins vegar ekki enn á enda kljáð-
ur. Enginn gat úr því skorið, hvernig banamenn Otta Sveins-
sonar stóðu að verki. Ég afréð því að halda mér um það atriði
við þau munnmæli sem ég heyrði fyrst. Aldrei gagnrýndi Kol-
beinn á Skriðulandi þá ákvörðun, svo mér væri kunnugt.
2.
Rauðamyrkur vakti töluverða athygli, jafnvel sums staðar með-
al Vestur-Islendinga. Salan gekk einnig boðlega í jólakauptíð-
inni, og á Borgarbókasafninu vissi ég til að myndaðist svo-
nefndur biðlisti með nöfnum þeirra sem vildu lesa bókina,
auðvitað sem þjóðlegan glæpareyfara fyrst og síðast. Auk þess
skal nefnt, að í útvarpinu var umræðuþáttur um Rauðamyrkur.
Þar sat ég fyrir svörum, en man ekki lengur eftir öðrum við-
10 Ég leitaði heimilda víðs vegar þegar ég tók að semja Rauðamyrkur; skrifaði
m.a. Stefáni Jónssyni á Höskuldsstöðum. í svarbréfi hans (22. 4. 1970)
stendur þetta: „Ég hefi persónulega trú á því, að Otti hafi verið drepinn.
Hann hverfur sporlaust. Undankoma á þeim tíma var óhugsandi. En hvernig
dauða hans bar að, er hulið, nema það, sem einhverjar sagnir segja."
64