Skagfirðingabók - 01.01.1997, Side 67
ÞETTA OG HITT ÚR SKAGAFIRÐI
mælendum en Vilborgu Dagbjartsdóttur og þáttarstjórnanda,
hafi þeir verið fleiri.
Það kastaðist um stund í kekki með okkur Vilborgu. Hún
gat ekki fellt sig við, að banamenn Otta hefðu skorið hann á
háls. Eg vísaði til munnmælasögunnar, hún væri ekki ,ófræði-
legri' en munnmælasögur upp og ofan, blendingur sannfræði
og skáldskapar; Rauðamyrkri sem hebnildaþœtti lyki á sínum
stað, munnmæli tækju við og stæði það skýrum stöfum í eftir-
málsorðum bókarinnar. Samkvæmt þeim hefðu mennirnir dreg-
ið um barkann á Otta með sama lagi og slóttugir sauðaþjófar
gerðu um aldir: Þeir skáru kindur ofan f rennandi vatn, svo að
verksummerki hyrfu.
Sleit nú þessum útvarpsþætti. Og liðu ár og dagar.
Gunnar Stefánsson dagskrárfulltrúi hefur haft það verk með
höndum að rita sögu Ríkisútvarpsins. I bréfi sem mér barst frá
honum, dagsettu 18. nóvember 1992, segist hann hafa rekizt
„á nokkuð sérstæða fundargerð [útvarpsráðs] frá 1940. Þegar
ég las hana varð mér vitanlega strax hugsað til þín og Rauða-
myrkurs, ljósritaði fundargerðina og sendi þér til gamans".11
Valtýr Stefánsson ritstjóri sat í útvarpsráði þegar þetta var og
rifjaði nú upp á fundinum, eftir því sem bókað er, „ýmsar
sagnir um Hólastað, menn og atburði þar, eftir að stóll og skóli
var flutt á burt þaðan, um sjera Benedikt, sem þá eignaðist
Hólastað, og um Hóla-Jón son hans, sem núlifandi menn muna
enn“. Síðar segir að Jósef J. Björnsson, skólastjóri á Hólum,
hafi verið heimildarmaður Valtýs, „en Jósep man sjálfur Hóla-
Jón í elli hans og niðurlægingu, er Jósep kom fyrst í Hjalta-
dal“. — Þess má geta, að Valtýr stundaði búnaðarnám á Hólum
1911-12.
Aftan við fundargerðina voru bókaðir tveir viðaukar, og er
þessi annar þeirra:
11 Fundurinn var haldinn 3. janúar 1940; fundarritari Helgi Hjörvar, skrif-
stofustjóri útvarpsráðs.
5 Skagfiróittgabók
65