Skagfirðingabók - 01.01.1997, Síða 68
SKAGFIRÐINGABÓK
b) að Otti hjet heimamaður á Hólum í tíð Hóla-Jóns. Þá
höfðu Hólamenn sammæli um hverskonar illræði, og var
Otti þar í. En er þeir fjelagar grunuðu Otta, að hann
mundi vilja snúast til afturhvarfs og gera uppvís glæpa-
ráðin, þá tóku þeir Otta og skáru hann; fanst ekki af
honum hold nje haus, fyr en seint á öldinni, í tíð Jóseps
Björnssonar, þá komu fram leifar af líki í fötum undir
sverðinum í Hólagarði, og hyggja menn að þar væri
Otti.12
Nú er því ljóst, að það var ekki einber diktur fólks á síðari
hluta 20. aldar að Otti Sveinsson hefði verið skorinn á háls, það
var gömul Hólamannasögn. Hins vegar grunaði mig sízt af öllu,
þegar ég þurfti að jagast fram og aftur um Rauðamyrkur í
einni af hljóðstofum Ríkisútvarpsins, að svo til í næsta her-
bergi lægi færsla í fundargerðabók sem hneig í sömu átt og ég
valdi, þegar sleppti bókfestum heimildum söguþáttarins.
1996
ítalska í kaffitíma
Guðmundur Þórarinsson hét maður á Sauðárkróki, kallaður
Gvendur Þór. Hann var einhvers staðar framan úr sveit, en
fluttist á mölina fullorðinn og var orðinn gróinn bæjarmaður
þegar ég fór að muna til mín. Hann bjó suður í Krók, á
jarðhæð í eigin húsi sem hann átti til helminga, austurpartinn
upp úr og niður úr, tvær hæðir og ris.
Guðmundur var verkamaður, kvæntur en barnlaus. Hann var
mjög fyrirferðarlítill, skipti sér aldrei neitt af félagsmálum svo
ég vissi. Líklega hefur hann haft einhverjar skepnur meðfram
daglaunavinnunni, eins og fleiri, og kannski verið í vegavinnu
á sumrin, ég veit það ekki. Fyrir mér var hann ósvikinn bæjar-
12 Ritreglum í fundargerðabók útvarpsráðs er haldið.
66