Skagfirðingabók - 01.01.1997, Qupperneq 70
SKAGFIRÐINGABÓK
aðrir vaxnir með öðru móti, til að mynda hærri og sleggju-
legri. Guðmundur var meðalmaður á hæð, en afar þykkur í
herðum og breiður um bol, allur sem járnbentur — eða tunnu-
poki úttroðinn af blýi — svo þétt og þungt í senn virtist holda-
farið, fitulaust. Ofan á ferköntuðum skrokknum sat höfuðið á
stuttum hálsi. Mér fannst að Guðmundur Þórarinsson hlyti að
geta lyft á bak sér nauti, hvenær sem hann nennti. Aldrei sá ég
þó til hans neinar aflraunir né heyrði um þær talað, svo greini-
legt væri, en orð fór samt af honum sem heljarmenni.
Ég man fyrst eftir Gvendi Þór. með skóflu í hendi:
Skærhvítur vetrardagur, mikið fannfergi. Ég ligg úti í glugga-
kistu heima og horfi á hann, og fleiri menn, moka snjó af göt-
unni fyrir austan húsið. Gvendur mokar lúshægt og er alltaf að
rétta úr bakinu; lætur þó sem hann sé síjuðandi, hróflar við
snjónum fram og aftur með fótunum og sýnir aðrar gabb-
hreyfingar, mjög silalegur. Um leið er skóflan í höndum hans
fis, hlítir ekki meira en svo aðdráttarafli jarðar!
Svo liðu nokkur ár. Þá kynntist ég Guðmundi Þórarinssyni,
eftir því sem aldursmunurinn leyfði. Við fokkuðum saman í
bæjarvinnu. Hann var ljómandi samverkamaður, geðgóður, óáreit-
inn, en afar fámæltur. Þó man ég fjögur orð sem út úr honum
komu:
Það er kaffitími, og við sitjum nokkrir saman í grasi grónu
halli fyrir utan Kolaportið yzt í Króknum. Veðrið er indælt.
Framundan fjörðurinn, skínandi blár. Við höfúm sopið hressing-
una, hver úr sínum hitabrúsa, og tuggið meðlætið. Teygjum
nú úr okkur, með vellíðan í skrokknum, og röbbum saman.
Aldrei þessu vant byrjar Guðmundur Þórarinsson að rifja upp
gamalt, kímilegt atvik. Honum tekst það vel - með allri
hægðinni. Við hinir þegjum, hlustum forvitnir. Söguna botnar
hann glaðlegur á réttum stað með orðunum:
„Þetta var mikil kommedía!"
og o-hljóðið afar greinilegt í munni sögumanns. Ég átti því að
68