Skagfirðingabók - 01.01.1997, Side 72
SKAGFIRÐINGABÓK
Og vísítator skráir ennfremur: „Kirkjunnar og sóknarinnar
bækur eru til í sæmilegu ásigkomulagi. Ministerialbækur eftir
sínu formi innréttaðar, voru uppáskrifaðar.14 Prestagarðurinn
að mestu að viðum vel stæðilegur, en moldir sumstaðar lasnar.
Jörðin ekki illa hirt.“
Miklabæjarkirkju reisti séra Þorvaldur Gottskálksson, föður-
faðir Bertels Thorvaldsens myndhöggvara, og gekk sjálfur að
smíðinni. Hann sat á Miklabæ 1747—62. Altaristöflu þá sem
hékk í kirkjunni hafði séra Oddur hins vegar lagt til.
Búið á Miklabæ í vetrarbyrjun 1786 rís upp af blöðum upp-
skriftarinnar fyrrnefndu, allur lifandi peningur og hver dauður
hlutur smár og stór.
Um eigur Miklabæjarhjóna, séra Odds og Guðrúnar Jóns-
dóttur, prests Sveinssonar í Goðdölum, er þess fyrst að geta, að
þau áttu jörðina Irafell, 15 hundruð að dýrleika,15 og eitt
leigukúgildi þar. Heima á staðnum voru hins vegar í fríðu:
fjórar kýr, tvær kvígur, eitt þarfanaut, þrír hestar tamdir, einn
kapall, eitt trippi tvævett, tuttugu og átta ær með lömbum,
einn hrútur tvævetur, tuttugu og fjögur lömb veturgömul.
„Þessi lifandi peningur sýnist nokkurn veg forsorgaður."
Meiri gæti nú gripaeignin verið á fornu stórbýli. En hafa skal
í huga, að ógnartímar höfðu gengið yfir land með geigvæn-
legum grasbresti, hungurdauða fólks og peningsfelli. Móðu-
14 í yfirliti að lokinni kirkjuskoðunarferð um Skagafjörð 1786 ritar séra
Þorkell: „Ministerialbækur eru alls staðar til hjá prestunum, innréttaðar eftir
fyrirskrifuðu formi og rigtuglega haldnar." - Því miður glötuðust síðar marg-
ar af þessum gömlu kirkjubókum prófastsdæmisins, eins og nöturlega kemur
fram í Skrám Þjóðskjalasafns II, Rv. 1953-
15 Vafalítið Irafell í Lýtingsstaðahreppi. Það var að fornu 20 hundraða jörð.
Ekki verður annað ráðið af orðalagi í uppskriftargjörðinni en átt sé við jarð-
eignina heila og óskipta. — Svo segir í einni heimild (sbr. Blöndit IV, Rv.
1928-31, bls. 64), að Oddur Gíslason byggi fyrst ókvæntur „fram í Skaga-
fjarðardölum, með ráðskonu er Solveig hét“, en vígðist eftir það til Mikla-
bæjar. Skyldi hér vera átt við írafell?
70