Skagfirðingabók - 01.01.1997, Blaðsíða 75
ÞETTA OG HITT ÚR SKAGAFIRÐI
Hálfdanar Einarssonar skólameistara, systurmanns hans. Varla
munu ritin, svo nokkru nemur, runnin frá séra Jóni Sveinssyni
í Goðdölum, því hann lifði tengdason sinn á Miklabæ, dó
1798.
Bækurnar í dánarbúi séra Odds mátu klerkarnir á 45 ríkis-
dali og 65 skildinga; þær voru tíundi partur af heildareigninni,
jafngildi níu jarðarhundraða.
Furðulega horfir matsverð sumra bókanna við nú á dögum.
Þannig er Guðbrandsbiblía - „Bibl. Island. Ed. la.“ — verðlögð
á tvo rfkisdali slétta. Það er minna en hálft kýrverð: I upp-
skriftinni svarar hver kýr á Miklabæ 4 ríkisdölum og 48 skild-
ingum. Sagt er að upphaflega (1584) hafi Guðbrandsbiblía
kostað jafn mikið og tvær mjólkurkýr á bezta aldri; hin fræga
dýrindisbók hafði því sigið heldur en ekki í verði.
Tvær aðrar Biblíur voru í búinu, önnur dönsk (Kh. 1719),
verðlögð á einn ríkisdal, og svonefnd Waysenhúsbiblía (Kh.
1747), metin í skránni ásamt öðrum bókum og sést því ekki,
hve dýr hún þótti.
Engin útgáfa Passíusálma séra Hallgríms var til í eigu Mikla-
bæjarhjóna 1786, hins vegar Vídalínspostilla, 9- útgáfa (Hól-
um 1776-77), verðlögð langdrægt til jafns við Guðbrands-
biblíu, eða á einn ríkisdal og sextíu og fjóra skildinga. Reyndar
er furðu lítið um íslenzkar guðsorðabækur í uppskriftinni, sé
litið til bókaeignarinnar í heild.
Um rit á íslenzku, veraldlegs efnis, er einnig fátt; en þau eru
þessi: „Tyro Juris“ (leiðarvísir í lögspeki) eftir Svein Sölvason
(Kh. 1754); bók Þórðar Thoroddi um akuryrkju (Kh. 1771);
„Lachanologia" (matjurtabók) Eggerts Ólafssonar (Kh. 1774);
bók Magnúsar Ketilssonar um sauðfjárhirðingu (Hrappsey 1778);
„Nokkur ljóðmæli" séra Jóns Þorlákssonar (Hrappsey 1783) og
bók um gigtsjúkdóma (iktsýki) eftir Jón Pétursson fjórðungs-
lækni (Hólum 1782), virt á tíu skildinga, en ljóðmæli séra
Jóns og eins matjurtabók Eggerts á átta.
Aðrar bækur eru ýmist á latínu, dönsku eða þýzku og geyma