Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 77
AFMÆLISHÁTÍÐ Á SAUÐÁRKRÓKI
DAGANA 2.-4. JÚLÍ 1971
Byggt á handriti STEFÁNS MAGNÚSSONAR
bókbindara á Sauðárkróki
HANDRIT Stefáns er varðveitt í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga á Sauðárkróki,
HSk. 1377 4to. Eins og fram kemur í lok greinar samdi Stefán frásögn sína
jafnharðan og afmælisdagskránni vatt fram, endurskoðaði frásögnina síðan
árið 1980. Hér er hún birt nokkuð stytt, endurtekningar felldar niður, staf-
setning færð að horfi þessa rits.
Ritstjórn
Árið 1871 er talið að byggð hefjist á Sauðárkróki. Þangað flyzt
þá frá Grafarósi Árni Einar Árnason járnsmiður og heitkona
hans Sigríður Eggertsdóttir, ásamt börnum sínum tveimur, og
mun þá hafa verið búinn að reisa sér bæ á landi því er hann
hafði tekið á leigu hjá Einari bónda á Sauðá.
Sauðárkróksbúar töldu við hæfi að minnast þessara tímamóta
á myndarlegan hátt. Árið 1967 var kosin nefnd til að annast
undirbúning þessa máls ásamt bæjarstjórn og bæjarstjóra.
Nefndina skipuðu eftirtaldir menn:
Helgi Rafn Traustason fulltrúi hjá Kaupfélagi Skagfirðinga,
formaður, Björn Daníelsson skólastjóri, Kristján C. Magnússon
skrifstofumaður, Arnór Sigurðsson skrifstofumaður, Gísli Felix-
son vegaverkstjóri.
Varamenn: Jón Karlsson verðgæzlumaður, Adolf Björnsson
rafveitustjóri, Stefán Guðmundsson húsasmíðameistari.
Á afmælisárinu skipuðu eftirtaldir menn bæjarstjórn:
Björn Daníelsson skólastjóri, Erlendur Hansen rafvirkjameist-
ari, Guðjón Ingimundarson íþróttakennari, Halldór Þ. Jónsson
fulltrúi, Marteinn Friðriksson framkvæmdastjóri, Guðjón Sig-
75