Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 84
SKAGFIRÐINGABÓK
öllum bæjarfulltrúum, skoðaðist hún samþykkt án atkvæða-
greiðslu og væri því umrætt merki framvegis merki Sauðár-
króksbæjar.
Þá las forseti upp heillaóskaskeyti er borizt höfðu. Frá útibúi
Búnaðarbankans á Sauðárkróki og fylgdi því 300.000 kr. gjöf
til skólastarfs í bænum. Frá hjónunum Sigríði Auðuns og Torfa
Bjarnasyni lækni, Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu, Hofsóshreppi,
Akraneskaupstað, Skagfirðingafélaginu í Reykjavík, Starfsmanna-
félagi Sauðárkróks, Huldu og Rögnvaldi Finnbogasyni fyrrv.
bæjarstjóra, Karítas Jóhannsdóttur og sonum hennar og frú
Gunnlaugu Eggertsdóttur.
Þá fluttu ávörp nokkrir fulltrúar sem komnir voru til bæjar-
ins. Fyrstur talaði Hallgrfmur Dalberg, sem mættur var fyrir
félagsmálaráðuneytið. Jón Isberg sýslumaður Húnvetninga flutti
kveðjur sýslunefndar og Húnvetninga allra. Stefán Friðbjarnar-
son bæjarstjóri á Siglufirði flutti kveðjur frá bæjarstjórn Siglu-
fjarðar og aflienti sem gjöf frá Siglufirði málverk eftir siglfirzka
listakonu, Höllu Haraldsdóttur. Þá flutti Asgrímur Hartmanns-
son bæjarstjóri kveðjur Olafsfirðinga og afhenti fagra blóma-
körfu. Bjarni Einarsson bæjarstjóri á Akureyri flutti kveðjur og
árnaðaróskir frá Akureyri og afhenti að gjöf málverk eftir Kára
Einarsson. Síðastur talaði Finnur Kristjánsson forseti bæjar-
stjórnar Húsavíkur og flutti kveðjur og árnaðaróskir Húsvík-
inga og tilkynnti að síðar mundi berast gjöf frá þeim. Forseti
þakkaði hlýjar kveðjur og árnaðaróskir og einnig gjafir er bor-
izt höfðu. Bað síðan fundargesti að ganga út á Kirkjutorg þar
sem dregið yrði að hún merki bæjarins í fyrsta skipti.
Er út var komið hafði brugðið mjög til hins betra með veður.
Komið var glaðasólskin og hið fegursta veður. Allmargt manna
hafði safnazt saman á torginu enda voru gestir nú sem óðast að
koma til bæjarins. Lúðrasveit Sauðárkróks var þar komin í nýj-
um litríkum búningum og lék þar nokkur lög undir stjórn
Sigursveins Magnússonar. Síðan var fáninn dreginn að hún og
gerði það elzti innfæddi borgari bæjarins, frú Unnur Magnús-
82