Skagfirðingabók - 01.01.1997, Side 87
AFMÆLISHÁTÍÐ Á SAUÐÁRKRÓKI
Næst flutti ávarp Sigmar Jónsson formaður Skagfirðingafé-
lagsins í Reykjavík. Afhenti hann að gjöf frá Skagfirðingafélag-
inu og kvennadeild þess tvö málverk, annað eftir Jóhannes Kjar-
val en hitt eftir Asgrím Jónsson. Þorbjörg Guðmundsdóttir,
Björnssonar frá Veðramóti, afhenti stóra og fagurlega veggmynd
gerða af henni sjálfri. Var það gjöf frá henni og manni hennar
Þorkeli Sigurðssyni. Kári Jónsson þakkaði þessar gjafir. Þá fór
fram afhjúpun brjóstmyndar af Sigurði Guðmundssyni málara.
Myndin er eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal og er eign
Leikfélags Sauðárkróks. Var henni valinn staður í anddyri Safna-
hússins. Afhjúpunina framkvæmdi frú Elínborg Jónsdóttir, en
hún mun vera elzt núlifandi manna er starfað hafa að leiklist á
Sauðárkróki. Er þeirri athöfn var lokið flutti Björn Daníelsson
ræðu um Sigurð Guðmundsson, hugsjónir hans og störf. Síðan
opnaði hann listsýninguna. A sýningunni áttu eftirtaldir mál-
arar verk: Elías B. Halldórsson, Hrólfur Sigurðsson, Jóhannes
Geir Jónsson, Jón Stefánsson, Jónas Guðvarðarson, Sigurður
Guðmundsson, Sigurður Sigurðsson, Snorri Sveinn Friðriksson,
Sölvi Helgason, Valgerður A. Hafstað.
Málverkasýningarnefnd skipuðu eftirtaldir menn: Elías B.
Halldórsson, Sigurður Sigurðsson, Snorri Sveinn Friðriksson.
Á sama tíma, eða kl. 11 f.h., var opnuð sögu- og þróunarsýn-
ing í barnaskólahúsinu. Sýninguna opnaði formaður afmælis-
nefndar Helgi Rafn Traustason. Sýning þessi var fjölbreytt og
yfirgripsmikil og áttu þar sérstakar sýningardeildir Kvenfélag
Sauðárkróks, Iðnaðarmannafélag Sauðárkróks og Leikfélag Sauð-
árkróks. Umsjón með uppsetningu annaðist Gunnar Bjarnason
leiktjaldamálari.
Er inn úr anddyri skólahússins var komið, blasti við gestum
staur einn mikill og veðraður, á honum stóð: „Stóri sannleik-
ur“. Mun það hafa verið nafn á símastaur, er fyrr á árum var
notaður til að festa á auglýsingar. Staur þessi var þakinn göml-
um auglýsingum sem varðveitzt höfðu frá fyrri tímum, meðal
85