Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 92
SKAGFIRÐINGABÓK
hátíðarmars eftir Jón Björnsson söngstjóra á Hafsteinsstöðum.
Þá söng samkór Sauðárkróks 6 lög undir stjórn Jóns Björnsson-
ar. Næst sýndu nokkrar konur af Sauðárkróki vikivaka undir
stjórn frú Eddu Baldursdóttur. Formaður Skagfirðingafélagsins
í Reykjavík flutti ávarp og Lúðrasveit Sauðárkróks frumflutti
tónverk eftir Eyþór Stefánsson er hann nefndi Mín heimabyggð.
Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson leikarar fluttu skemmti-
þátt, og Gunnar las upp kvæði Einars Benediktssonar, Fakar.
Skagfirzka söngsveitin söng nokkur lög, en hana skipa um 40
Skagfirðingar búsettir í Reykjavík. Stjórnandi er frú Snæbjörg
Snæbjarnardóttir. Einsöngvarar Friðbjörn G. Jónsson og Guð-
rún Snæbjarnardóttir, undirleik annaðist frú Sigríður Auðuns.
Lokaþáttur þessarar útihátíðar var að fjölmennur fímleika-
flokkur sýndi listir sínar á hinum nýja og fullkomna fþrótta-
velli undir stjórn Ingimundar Ingimundarsonar íþróttakenn-
ara. Samkomunni lauk um kl. 16:30. Að því loknu fór fólk í
bæinn, skoðaði sýningarnar og fékk sér hressingu hjá vinum og
kunningjum.
Kl. 18 hélt Skagfirzka söngsveitin tónleika í Bifröst ásamt
Kirkjukór Sauðárkróks undir stjórn Snæbjargar Snæbjarnar-
dóttur og Eyþórs Stefánssonar. Var þar húsfyllir og söngnum
mjög vel tekið. Kl. 20:30 var svo sýning á Mýs og menn.
Forráðamenn hátíðahaldanna höfðu vegna hins mikla mann-
fjölda boðað dansleiki á þremur stöðum um kvöldið, í félags-
heimilinu Miðgarði, félagsheimilinu Bifröst og á danspalli á
hátíðarsvæðinu. Mjög fáir komu í Miðgarð, og dansleikurinn á
pallinum leystist upp vegna kólnandi veðurs. Var því svo mik-
ill fjöldi í Bifröst að til vandræða horfði um skeið, en allt
bjargaðist að lokum.
Kl. 20 bauð bæjarstjórn Sauðárkróks til kvöldveizlu í Gagn-
fræðaskólahúsinu. Þangað var boðið öllum gestum bæjarins,
starfsfólki bæjarins, forráðamönnum félagssamtaka og öðrum
þeim sem störfum höfðu gegnt í þágu bæjarfélagsins. Veizluna
sátu á fjórða hundrað manns. Hákon Torfason bæjarstjóri setti
90