Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 97
AFMÆLISHÁTÍÐ Á SAUÐÁRKRÓKI
Ragnhildur Óskarsdóttir, Kristján Skarphéðinsson, Kári Jóns-
son, Haukur Þorsteinsson, Sveinn Friðvinsson, Helga Hannes-
dóttir.
Um kvöldið var dansleikur í Bifröst og þar með var þessum
afmælishátíðarhöldum lokið. Eitthvað af gestum mun hafa hald-
ið af stað heimleiðis strax um kvöldið en flestir héldu heim á
leið á mánudagsmorguninn. Þá kvaddi Skagafjörður gesti sína
í hásumardýrð og fegursta veðri. Það voru allir sammála um að
þessi hátíðarhöld hefðu tekizt vel, og aðkomufólkið, sem flest
var burtfluttir Skagfirðingar, kvaðst fara með góðar minningar
um dvöl sína hér þessa fögru sumardaga. Þeir sem borið höfðu
hitann og þungann af framkvæmdum nutu hvíldar þreyttir en
ánægðir.
Að viku liðinni voru svo ákveðin önnur hátíðahöld, jafnvel
ennþá fjölmennari. Var það landsmót Ungmennafélags Islands,
en því verður ekki lýst hér.
Nokkru eftir að afmælishátíðinni lauk bárust enn dýrmætar
gjafir.
12. júlí afhenti frú Elínborg Jónsdóttir þrjá gripi sem gjöf til
Sauðárkróks til varðveizlu f minjasafni því sem fyrirhugað er að
koma upp. Voru þeir þessir:
Mortél úr kopar með staut úr sama efni. Mortélið er smíðað af
Arna Arnasyni frumbyggja staðarins. Er þau hjón fluttu til
Ameríku gaf Sigríður Eggertsdóttir systur sinni, Guðnýju Egg-
ertsdóttur þennan grip, en Guðný var móðir frú Elínborgar.
Sykurtangir smíðaðar úr nýsilfri af Jósef Schram, en hann hafði
smiðju á Sauðárkróki um nokkurt árabil. Kona hans var Jónína
Eggertsdóttir, systir þeirra Sigríðar og Guðnýjar. Þessi gripur
var einnig gjöf til Guðnýjar. Teppi prjónað, samansett af mörg-
um smástykkjum, prjónað af Jóni Guðmundssyni (Jóni Brenn-
ir) föður gefandans. Teppi þetta prjónaði Jón eftir að hann var
blindur orðinn og farinn að heilsu. Jón var fyrsti hreppstjóri
Sauðárkrókshrepps og gegndi auk þess mörgum trúnaðarstörf-
um. Elínborg tók það fram að ef nafns síns yrði getið í sam-
95