Skagfirðingabók - 01.01.1997, Síða 99
SÖGUR ÓSKARS ÞORLEIFSSONAR
GUÐBRANDUR ÞORKELL GUÐBRANDSSON skráði
ÓSKAR hét maður og var Þorleifsson. Hann var fæddur að Fossi á Skaga 10.
júní 1892 og lést á Sauðárkróki 16. september 1968. Hann fluttist ungur
(1896) með foreldrum sínum að Kjalarlandi á Skagaströnd og ólst þar upp.
Hann stofnaði heimili sjálfur á Skagaströnd og bjó þar uns hann fluttist til
Hofsóss árið 1941 og var þar í tvö ár, en fluttist þá til Sauðárkróks og bjó
hér til æviloka. [Sjá Fallnir félagar, Glóöafeykir, félagsrit KS, 15. hefti, bls.
82, ritað af Gísla Magnússyni.]
Óskar var á sinni tíð þekktur sagnamaður. Hann hafði góða frásagnargáfu og
hefði sennilega orðið góður rithöfundur hefði hann fæðst við aðrar aðstæður.
Margar af sögum Óskars eru hálfgerðar „Miinchhausen-sögur“, atburðir með
ólíkindum og mat hans á eigin verðleikum eftir því. Hinsvegar munu sögur
hans og frásagnir oft hafa stytt mönnum skammdegisstundir eða létt lund
við leiðinleg verk. Ekki er síður mikilsvert, að yfirleitt meiddu þær ekki
nokkurn mann og höfðu aldrei þann tilgang að varpa skugga á neinn, lífs
eða liðinn.
Hér á eftir verða raktar nokkrar af sögum Óskars, eins og þær hafa lifað í
munnlegri geymd hér á Sauðárkróki. Hafa ber f huga, að flestar sögurnar
eru til í mörgum útgáfum, sbr. sögurnar um hitabrúsann og sjónaukann hér
á eftir, því Óskar sagði margar þeirra oft og átti þá til að laga þær að að-
stæðum eða skreyta þær. Er þess getið hér á eftir, ef skrásetjari hefur spurnir
af afbrigðum. Vafalaust vilja margir hafa aðra útgáfu, sem getur verið í ýmsu
frábrugðin, en þá vísast til ofanritaðs.
Hitabrúsinn
Oskar var lengst af manndómsárum sinum viðriðinn sjósókn.
Átti hann oft bát sjálfur og hér á Sauðárkróki lengi litla trillu
og sótti á henni sjó, eins og aðrir, frá vori og fram um vetur-
nætur eða lengur ef gaf. Yfir veturinn lá slík sjósókn oftast
7 Skagftrðingabók
97