Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 100
SKAGFIRÐINGABÓK
niðri, enda erfíð hafnarskilyrði og líklega einnig lítið að hafa á
heimamiðum.
Eitt haust í byrjun sláturtíðar eignaðist Oskar forláta hita-
brúsa. Hugði hann gott til glóðarinnar að nota hann á sjónum
og geta haft með sér heitan drykk, því að á opnum bát er örð-
ugt að stunda eldunarstörf og þarf því að reiða sig á nesti.
Fyrsta morguninn, sem hann ætlaði að nota brúsann, fór hann
snemma ofan að vanda, og þar eð báturinn stóð uppi, þurfti að
byrja á því að setja hann fram og ýta úr vör. Þegar Óskar kom
að bátnum, byrjaði hann á því að láta brúsann góða og nestis-
kassa upp í bátinn og bjó sig til að ýta á flot. Kemur þá til
hans Friðvin heitinn Þorsteinsson, sem þá var nýbyrjaður slát-
urhússtjórn hjá Kaupfélaginu og bað hann í öllum bænum að
bjarga sér og koma að flá fé í nokkra daga. Óskar hugsaði sig
lítið eitt um, og þar eð aflabrögð höfðu verið dræm fyrirfarandi
daga, þá ákvað hann að láta slag standa og fór með Friðvin út á
sláturhús. Fór svo, að hann var við fláningu það sem eftir lifði
sláturtíðar. Þegar þar var komið, hafði tíð brugðið til hins verra
og allir að hætta sjósókn. Reri Óskar því ekki meira það haust-
ið og gekk frá bátnum fyrir veturinn.
A útmánuðum fór hann svo að huga aftur að útgerð sinni og
þegar hann tók ofan af bátnum var kaffibrúsinn góði það fyrsta,
sem hann sá. Hafði hann orðið þarna eftir um haustið og kaffíð
því ódrukkið. I einhverri rælni skrúfar hann lokið af og tekur
tappann úr og sýpur á innihaldinu, svona til að prófa það. „Og
get ég ekki sagt þér sannara orð en það, að ég skaðbrenndi mig
á kaffinu, svo heitt var það eftir allan þennan tíma“, sagði Ósk-
ar jafnan, þegar hann sagði þessa sögu og bætti við: „Heldurðu
að það sé munur eða draslið, sem hann Jón í Gránu er að selja
manni núna?“
I annarri útgáfu þessarar sögu voru kaffibrúsarnir tveir. Þegar
Óskar fór að kanna hitastigið í þeim þarna síðari hluta vetrar
var kaffið orðið kalt í öðrum og henti hann honum með þeim
orðum, að svona væri þetta misjafnt þetta drasl, sem verið væri
98