Skagfirðingabók - 01.01.1997, Side 102
SKAGFIRÐINGABÓK
í vetrarbyrjun. Hefði hann alltaf haft þann sið að reka niður
hæla meðan frostlaust var og binda bátinn niður og nota hæl-
ana til festu. Hefði það yfirleitt gefist vel. Eitt sinn á jólaföstu
hefði honum litist illa á veðurútlit, þrátt fyrir að hægviðri væri
þann dag og aðgerðarlítið veður. Hefði hann farið yfir öll bönd
á bátnum og byrgt glugga og sagt kerlingu sinni að kúra sig
inni, lítið yrði út að sækja. Þegar dimmt var orðið skall á hið
versta foraðsveður af norðaustri með hríð, skafrenningi og hávaða-
roki. Varð þeim hjónum ekki svefnsamt, og einhvern tíma um
miðja nótt heyra þau ógurlegan hávaða, sem stóð þó stutt. Undr-
uðust þau mjög, hvað valdið hefði. Seint um nóttina fór veðrið
að ganga niður, og í birtingu var komið sæmilegasta veður.
Þegar Óskar kom út um morguninn, sá hann hvers kyns var og
hvað valdið hafði hávaðanum. Rokið hafði nefnilega komist
undir bátinn og þrátt fyrir kaðla og festingar rifið hann upp í
heilu lagi og hælana beint upp úr gaddfreðinni jörðinni, lyft
honum yfir húsið og skellt honum niður á hlaðið. „Og ég get
ekki sannara sagt þér en það, að svo mölbrotnaði báturinn, að
ég þurfti ekki að brjóta eina einustu spýtu úr honum til að
koma henni inn í eldavélina hjá kerlingunni“ lauk svo Óskar
frásögninni.
Þokan á Húnaflða
Þokan getur oft orðið svört og þaulsætin á Húnaflóa á vorin,
og var það auðvitað ekkert síður fyrr en nú. Gat hún þá oft
spillt fyrir samgöngum á sjó, sem þá voru jafnvel fremur mik-
ilvægar en nú, og ekki höfðu menn þá ratsjá eða önnur leið-
sögutæki. Urðu menn því oftast að treysta á hyggjuvit sitt,
ásamt áttavita, og lóðningar með færum.
Eitt vorið var þokan venju fremur þaulsætin og svört. Varð
litlum ferðum við komið á sjó, en á þessum árum hélt Súðin
gamla uppi strandsiglingum. Skipstjóri hennar var ýmsu van-
ur, en meðal þess, sem hann hafði meðferðis í ferð sinni í þetta
100