Skagfirðingabók - 01.01.1997, Qupperneq 103
SÖGUR ÓSKARS ÞORLEIFSSONAR
skipti, voru mikilvæg lyf, sem þurftu að komast til Hólmavík-
ur. Þar var kona fárveik og þurfti þeirra sárlega við. Súðin komst
við illan leik inn á Skagaströnd, og þar sem hún þurfti að halda
áætlun var lyfjapakkinn skilinn eftir þar og áformað að senda
hann til Hólmavíkur eins fljótt og við yrði komið. Nú létti þok-
unni ekki nema síður væri og góð ráð dýr. Læknirinn á Hólma-
vík var mjög óþolinmóður og sendi skeyti til símstjórans á
Skagaströnd þess efnis, að hann yrði að finna einhver ráð. Rat-
vfsi Óskars var við brugðið og var því leitað til hans, hvort hann
treysti sér til að fara á trillu sinni yfir flóann með lyfin. Ekki
stóð á því, Óskar var því vanur, að til sín væri leitað í neyð og
þegar aðrar leiðir voru ófærar. Bjó hann sig til farar einn á trillu
sinni með lyfjapakkann og segir ekki af ferð hans fyrr en hann
er úti á miðjum flóa, skammt undan Hindisvík. Sér hann þá
stóran skugga framundan, sem hann átti ekki von á, og kom í
ljós, að þetta var varðskipið Þór, sem lá þarna við akkeri. Óskar
hugsaði með sér, að rétt væri að gera vart við sig og vita, hvort
sér yrði ekki boðið kaffi, því svalt var í þokunni og var farið að
setja að honum hroll að sitja hreyfingarlítill við stýrið og grína
út í þokuna. Jú, honum var boðið um borð, og skipherrann
sjálfur stóð við borðstokkinn og bauð hann velkominn og leiddi
til káetu sinnar. Spurði hann frétta af ferðum Óskars og þótti
mikið til koma um ratvísi hans. Trúði hann Óskari fyrir því, að
svo væri komið fyrir sér, að hann væri rammvilltur og vissi
ekki, hvert halda skyldi. Hins vegar væri hann á leið til Skaga-
strandar og ætti hann að sækja ráðherra Islands, sem væri stadd-
ur á Blönduósi og þyrfti nauðsynlega að ná ferð suður og væri
hlutverk sitt að flytja ráðherra, en nú hefði Húnaflóaþokan taf-
ið sig illilega og lægi starfsheiður hans við að komast til Skaga-
strandar. Óskar brást ljúflega við og fór með skipherra upp í
brú og sagði þar fyrir um, hvaða kompásstrik skyldi sigla, hve
hratt og lengi. Skyldu skipverjar þá varpa akkerum á ný, því
þá væru þeir komnir á leguna á Skagaströnd. Þakkaði skipherra
honum vel leiðsögnina og skildi þar með þeim.
101