Skagfirðingabók - 01.01.1997, Side 105
SÖGUR ÓSKARS ÞORLEIFSSONAR
rönd var farið að bera yfir sjónhring í norðri. Hann benti for-
manni á röndina og lagði til, að skorið yrði þegar á línuna og
haldið í land. Formaður varð ókvæða við og vildi ekki hlusta á
orð Óskars, enda fiskur á hverjum krók, og var haldið áfram að
draga. Nú er ekki að orðlengja það, að þarna dregur svartan
bakka upp á norðurloftið með ógnarhraða. Þykist Óskar sjá, að
þarna sé mikið veður og illt á ferð og vill nú að skorið sé á lín-
una og haldið hið snarasta f land. Formaður vill enn ekki hlusta
á hann, en nú tóku aðrir í áhöfninni undir með Óskari, og
mátti formaður láta í minni pokann, nauðugur viljugur. Kváð-
ust skipverjar vita af reynslu, að reiða mætti sig á orð Óskars
hvað veður snerti. Var nú skorið á línuna í snatri og sett upp
segl að fyrirsögn Óskars, sem settist í skut og stýrði. „Og ekki
get ég sannara sagt þér, en svo var veðrið snarpt og skilin
skörp, og svo var vel siglt og laglega stýrt, að ég sat í blindhríð
og ofsa í skutnum, en þeir voru í sól og blíðviðri frammi í barka
alla leið þar til skipið kenndi grunns inn við Skagaströnd." Þá
skall veðrið yfir þá, og máttu þeir teljast heppnir að geta sett
skipið og varið það veðrinu. Þetta varð mannskaðaveður, og voru
ekki allar skipshafnir jafn lánsamar og þessi, enda bara einn
Óskar.
Sjónaukinn
Það eru raunar til margar útgáfur af sögunni um sjónaukann,
og ekki skal dregið í efa, að hver mun telja sína útgáfu þá réttu.
Þessi skal notuð í bili:
Eitt sinn hafði Óskar spurnir af því að Hemmert kaupmaður
á Skagaströnd hefði eignast forláta sjónauka. Hafði kaupmaður
gert greiða skipstjóra einhvers erlends kaupskips, sem í Höfða-
kaupstað hafði komið, greiða, sem skipstjóri taldi þurfa að gjalda
vel. Fóru sögur af því, að sjónauki þessi væri hreint afbragð
annarra tækja af þessari gerð, þótt enginn gæti nafngreint neinn,
sem hefði litið í hann.
103