Skagfirðingabók - 01.01.1997, Qupperneq 106
SKAGFIRÐINGABÓK
Óskar hafði lengi þráð að eignast sjónauka sjálfur, en efna-
hagur hans leyfði það ekki. Vafalaust hefur hann alla tíð verið
lítt fjáður af þessa heims gæðum, eins og algengt var með al-
þýðufólk og er raunar enn. Langaði hann nú mjög til að reyna
þennan kostagrip, en það þótti ekkert áhlaupaverk að ráðast á
þann múr, sem var heimili kaupmanns og það í slíkum erinda-
gerðum. Leið nú og beið uns þar kom, að Óskar gat gert kaup-
manni einhvern greiða, og leiddi það erindi hann á útitröpp-
urnar hjá Hemmert. Tókst honum að leiða talið að sjónaukan-
um og jú, hann var til, og kaupmaður tók því ekki fjarri að leyfa
Óskari að reyna hann. Þennan dag var besta veður við Húna-
flóann og ágætt skyggni, aldrei þessu vant. Kaupmaður sækir
nú dýrgripinn inn og kemur með hann út og fær Óskari ásamt
með nákvæmum leiðbeiningum um hvað mátti og hvað mátti
ekki við meðferð hans. Óskar tók við með fumlausum höndum
og varð fyrst fyrir að beina sjónum sínum upp í fjall, rætur
Spákonufellsins, sá þar fjárhóp og gat greinilega séð fjármark á
ánum, sem þar bitu grængresið, spakar og síðjúgra. Ekki þótti
okkar manni þetta neitt sérstakt og beindi nú sjónaukanum í
suður og viti menn; á Þingeyrasandi gekk maður og hugaði að
reka. Óskari fannst hann kannast við manninn, en þar sem
hann sá bara aftan á hann, kom hann honum ekki fyrir sig fyrr
en maðurinn tók upp tóbaksdósirnar sínar til að fá sér í nefið.
Þá kenndi Óskar manninn, enda get ég ekki sannara sagt
þér, en ég gat greinilega lesið það, sem var grafið á lokið á
dósunum lagsmaður".
Brynjar Pálsson bóksali segir þessa sögu ofurlítið öðruvísi,
enda eru, eins og fyrr er frá sagt, til margar útgáfur af henni.
Heimildarmaður hans er Páll heitinn Sveinbjörnsson bifreiðar-
stjóri á Sauðárkróki. I því tilviki átti sjónaukinn að hafa verið
endurgjald skipherrans á Þór vegna björgunar þeirra, og þar af
leiðandi átti Óskar sjálfur sjónaukann, en ekki Hemmert. Enn-
fremur er Óskar þá staddur sjálfur inn á Blönduósi og horfir út
í hlíðar Spákonufellsins og sér þar mann ganga við fé. Óskar
104