Skagfirðingabók - 01.01.1997, Síða 108
SKAGFIRÐINGABÓK
Laxveiði t höfninni á Skagaströná
Eitt sinn á Skagastrandarárum sínum varð Óskar var við mikla
laxatorfu við höfnina á Skagaströnd. Lítið hafði verið um fisk
um tíma og því full þörf fyrir nýmeti meðal íbúanna. Óskari
þótti illt að þurfa að horfa á allan þennan fisk synda þarna og
hafa engin ráð til þess að ná honum. Hugsaði hann nú ráð sitt
og fór að hætti góðra veiðimanna að hyggja að eðli og háttum
laxfiska. Eins og allir vita sækja laxar mikið í að ganga upp í ár
og stökkva fossa. Allir vita, og laxar líka, að þegar vatn freyðir
verður það hvítt á að líta. Óskari kom nú í hug, að blekkja
mætti laxinn og láta hann halda, að foss væri einhversstaðar í
fjöruborðinu. Fór hann því heim, sótti stóran, hvítan trékassa
og kom honum þar fyrir. Viti menn. Eftir skamma stund kem-
ur öll laxatorfan syndandi, og án þess að hika stukku laxarnir,
allir með tölu, upp í kassann, þvf að þeir héldu náttúrulega, að
þarna væri hvítfyssandi foss. Lofuðu Skagstrendingar Óskar hátt
og í hljóði fyrir snilli sína og björgina.
Sendiför til Blönduóss fyrir Hemmert kauptnann
Óskar kvaðst hafa átt bæði vináttu og traust fyrrgreinds Hemm-
erts kaupmanns á Skagaströnd, enda hafi kaupmanni þótt hann
bæði áreiðanlegur og úrræðagóður, þegar hann komst í krapp-
an dans. Leitaði því Hemmert jafnan til Óskars, þegar honum
þótti mikið liggja við um lausn erinda sinna.
Eitt sinn þurfti Hemmert að senda vörur inn á Blönduós. Þetta
mun hafa verið síðla vetrar og lítið um samgöngur á landi og
því einsýnt að fara með sendinguna sjóleiðina. Sunnan vindur
var á og fór vaxandi og því ekki mögulegt nema reyndustu sigl-
urum að komast þessa leið, svo til á móti vindi. Leitaði Hemm-
ert því til Óskars, því að nokkuð lá við, að vörur þessar kæm-
ust til Blönduóss fyrir tiltekinn tíma. Óskar brást ekki kaup-
manni, vini sínum, fremur en venjulega og hlóð nú bát sinn og
106