Skagfirðingabók - 01.01.1997, Síða 109
SÖGUR ÓSKARS ÞORLEIFSSONAR
sigldi beitivind inn til Blönduóss. Rak hann nú erindi kaup-
manns. Heldur fór vindur vaxandi og var kominn stormur um
það leyti, sem Oskar var ferðbúinn. Vildu nú Blönduósmenn,
að hann frestaði för sinni þar til lægði. Óskar kvað það óþarfa,
en bað menn að hringja út á Skagaströnd og láta tiltekna menn
vita um leið og hann legði út úr ósnum, því mannsöfnuð þyrfti
væntanlega til að taka á móti bátnum, þegar hann kæmi sigl-
andi út eftir. „En“, sagði Óskar, „þeir urðu of seinir, bátnum
sló flötum þegar ég kom út eftir, því þeir náðu mér ekki.“ Svo
hratt og mikinn var því siglt, að hann var kominn út eftir áður
en Skagstrendingar náðu að hlaupa heiman frá sér niður í fjöru.
Siglingfrá Akureyri
Eitt sinn var Óskar að ræða við nokkra menn á Sauðárkróki um
hvernig hinar ýmsu gerðir báta hefðu borið sig undir seglum.
Komu fram ýmsar skoðanir í þeim efnum og þótti hverjum sem
sinn fugl hefði verið fegurstur, svo sem altítt er. Óskar lýsti því
þá yfir, að gömlu uppskipunarbátarnir - „bringingaskipin" -
hefðu verið afburðaskip undir seglum. Viðmælendur Óskars
rengdu þessa fullyrðingu hans, en hann lét sig ekki og sagði
þeim, að eitt sinn hefði Hemmert kaupmaður á Skagaströnd
fengið sig til að sækja eitt svona skip til Akureyrar. Hefði skip-
ið verið með seglum og búnaði og skyldi því siglt til Skaga-
strandar þegar byrjaði. Nú, til Akureyrar fór Óskar og tók við
skipinu og gerði sjóklárt. Þegar hann var tilbúinn til brottfarar
sendi hann skeyti til Skagastrandar um brottför sína og hélt
óðar af stað. Segir nú ekki af för hans fyrr en sjö tímum síðar
siglir hann inn á höfnina á Skagaströnd. Þótti mönnum ferða-
hraði þessi með ólíkindum, en Óskar sagði, að tíminn hefði
getað verið klukkutíma skemmri, hann hefði orðið að bíða út
af Skaga í um það bil klukkustund eftir að vindstaða breyttist
á þann veg, að hún hentaði til að fá leiði inn á Skagaströnd, því
107