Skagfirðingabók - 01.01.1997, Side 110
SKAGI-'IRÐINGABÓK
að hann var einn á skipinu og seglabúnaður þungur og óhent-
ugur til snöggra vendinga fyrir einn.
Þorskanetalagnir Óskars
Óskar hélt því jafnan fram, að menn legðu þorskanet of djúpt,
og væri fiskivon því minni en ella. Þrættu menn fyrir þessi
vísindi, því að þorskurinn væri jú botnfiskur. Óskar kvað reynslu
sína aðra og sagði þá sögu til jarteikna, að vor eitt hefði hann
orðið var við mikla þorskgengd út af Borginni á Skagaströnd
og lagt því þar net sín á venjulegan hátt. Ekki vildi þorskurinn
festast í netunum og breytti Óskar legu þeirra og hagræddi
þeim, en ekkert gekk. Þá kvaðst hann hafa útbúið sér stóra trekt
með gleri í öðrum endanum og notað hana til að horfa ofan í
sjóinn og fylgjast með sundi þorskanna. Þá sá hann, að þeir
syntu allir yfir korkteininn á netunum og sluppu þannig. Eftir
þetta hækkaði hann netin upp í sjólokurnar og viti menn, hann
mokfiskaði. Þetta staðfesti að hans mati kenninguna um, að ekki
mætti leggja netin of djúpt fyrir þorskinn.
Fjarsýniskastið
Þannig hagar til á Sauðárkróki, eins og kunnugir þekkja, að
elsti hluti bæjarins stendur undir svonefndum Nöfum, sem eru
gamall marbakki. I Nafirnar eru nokkrar gamlar vatnsrásir, sem
nefndar eru Klaufir. Ein þeirra er nefnd Kristjánsklauf, og þar
hafa frá því fyrsta verið nokkur íbúðarhús og raunar einnig pen-
ingshús, þótt það sé þessari frásögn óviðkomandi. Þarna stend-
ur hús eitt, er nefnist Þórshamar og hefur verið lengi við lýði,
og þar hefur margt merkisfólk búið og þar á meðal Óskar og
sambýliskona hans, Kristjana Júlíusdóttir. Dag einn, meðan Ósk-
ar bjó þar uppfrá, sagðist hann hafa komið út morgun einn og
ekkert skilið í því, að hann sá allt í móðu. Allt umhverfið var
mjög ógreinilegt, og skildi Óskar ekkert í þessu. Var honum
108