Skagfirðingabók - 01.01.1997, Síða 111
SÖGUR ÓSKARS ÞORLEIFSSONAR
þá litið yfir fjörðinn og til Hofsóss og sá þá Þorgrím Hermanns-
son, kunnan Hofsósing á sinni tíð, ganga heiman frá sér niður
að höfn. Skildi Oskar þá, að þarna hefði hann fengið skyndilegt
fjarsýniskast, sem ekki væri dæmalaust. Sagði hann, að þetta hefði
smám saman bráð af sér, en ónotalegt hefði það verið meðan á
því stóð að geta greint smáatriði austan fjarðar, en ekki næsta
nágrenni sitt.
Fiskveiði innan Þingeyrarifs
Eitt sinn voru menn að vori til að spjalla saman á bryggjunum
á Sauðárkróki og var tilefnið mikið fiskleysi um þær mundir.
Oskar var orðinn aldraður er þetta var og hættur að sækja sjó.
Hann lýsti því yfir, að fiskurinn væri alltaf einhvers staðar, það
væri spurningin um hugkvæmni manna að finna hann. Kvaðst
hann sjálfur muna svona fiskleysi á Skagastrandarárum sínum
og hefðu menn leitað fisks um allan sjó, en ekki fundið. Sér
hefði þá komið í hug að leita hans innan við Þingeyrarifið, þar
sem talið var ófært öllum bátum vegna grynninga. Þar hefði
hann þríhlaðið bát sinn af þorski, en þá orðið að hætta, því að
hann hefði verið orðinn uppiskroppa með salt. Það hefði því
verið sýnt þarna og sannað, að þetta væri bara spurning um að
hugsa og reyna að skilja þorskinn. Engum hefur samt til þessa
dags tekist að láta bát fljóta á þessum slóðum vegna lítils dýp-
is, svo tæplega verður dreginn þar fiskur í fyrirsjáanlegri fram-
tíð, hvað sem öllum kvóta líður.
Hœnsnarœkt Óskars
Óskar var víst ekki mikið bendlaður við hefðbundinn búskap
um ævina, sjórinn og sjósókn var það, sem hugur hans var mest
bundinn við. Eitthvað mun hann þó hafa haft af búpeningi
meðfram öðru framfæri, enda var það víst fremur regla en und-
109