Skagfirðingabók - 01.01.1997, Blaðsíða 112
SKAGFIRÐINGABÓK
antekning, að fólk reyndi að halda einhverjar skepnur sér til bjarg-
ar á þeim árum, sem hann var uppi. Því sem næst hver fjöl-
skylda reyndi að halda kú, og í sumum tilfellum fáeinar kindur
og var því stöðugur barningur um hvort tveggja; að afla heyja
til að framfleyta skepnunum og að hafa beit fyrir þær að sumri
til. Þekkja víst flestir þeir, sem eru uppaldir á landsbyggðinni
og komnir yfir miðjan aldur þessar aðstæður. Samhliða sauð-
kindum og mjólkurkúm höfðu margir hænsni til búsílags, og
mátti m.a. nýta matarafganga frá heimilunum til að fóðra
hænsnin auk þess sem þau voru furðu lunkin að afla sér fæðu
sjálf, fengju þau til þess aðstöðu. A Skagastrandarárum sínum
hafði Óskar þannig hænsni til búdrýginda líkt og aðrir. Honum
sagðist svo frá, að stofn sá, er hann hélt, hefði verið afar frjó-
samur og hænur af þessu kyni aldrei verpt minna en tveimur
eggjum á dag. Af ýmsum ástæðum hefði þó gengið á hænsna-
stofninn hjá honum og að lokum hefði verið svo komið, að
ekki var eftir nema ein hæna brún. Hún hefði hins vegar ein
fullnægt eggjaþörf heimilisins um langt skeið uns hún hefði
klykkt út með því að verpa einu eggi, sem var jafnstórt venju-
legum fjórum. „En þá dó hún af barnsförum, greyið", sagði
Óskar.
Hafnieyjan
Það finnst varla sú þjóð um víða veröld, sem á sér ekki til ein-
hverjar sagnir um hafgúur eða hafmeyjar. Yfirleitt em þessi fyrir-
brigði ekkert sérstaklega vinveitt okkur mönnunum, og megi
marka þjóðsögur hefur sjaldan leitt nokkuð gott af samskipt-
um við þær. Hér á Islandi eru hafmeyjasögur til í ýmsum af-
brigðum, og stundum blandast inn í þetta karlkyns afbrigði,
þ.e. marbendlar, og ekki munu þeir betri í viðkynningu en kven-
kynið.
Einhverntíma voru Óskar og stéttarbræður hans úr sjómanna-
stétt að ræða saman um þessi fyrirbrigði, og flestir áttu þeir
110