Skagfirðingabók - 01.01.1997, Side 113
SÖGUR ÓSKARS ÞORLEIFSSONAR
það sameiginlegt, að hafa hvorki séð né heyrt sjóvættir. Flestir
höfðu þó heyrt einhverjar sögur, og lengi vel sagði Óskar lítið
uns félagar hans beindu orðum sínum að honum og spurðu,
hvort hann hefði aldrei orðið var við hafmeyjar á sínum sjó-
sóknarárum. Jú, mikil ósköp, Óskar hafði orðið var við þær.
Hins vegar lagði hann ríka áherslu á, að lengst af hefði enginn
komist lifandi frá því að hitta hafmeyju, því hver maður hefði
af því bráðan bana sem liti þær augum. Einhverntíma hefði
hann verið staddur úti á miðjum Húnaflóa og hvað haldiði að
hann hafi ekki séð rétt við borðstokkinn á bátnum sínum nema
spriklandi hafmeyju. „Já, þarna gilti nú að vera fljótur að hugsa,
því fram að þessu hafði enginn lifað það af að sjá hafmeyju. En
mér varð ekki ráða vant fremur en venjulega. Eg tók út á mér
besefann og sprændi mitt á milli brjóstanna á hafmeyjunni. Það
virkaði bæði fljótt og vel; hafmeyjan hvarf undir yfirborð sjávar,
og ég er lifandi enn, eins og þið sjáið. En þetta var í fyrsta
og eina skiptið sem nokkur maður hefur sloppið lifandi frá því
að sjá hafmeyju, drengir mínir.“
ByggingaHcig d báti Óskars
Meðan Óskar bjó á Hofsósi átti hann allstóran bát á þeirra tíma
mælikvarða, eða um 6 tonn að stærð. A þessari trillu sótti hann
sjóinn og vafalaust hefur hún reynst honum vel. Eitt sinn var
kunningi hans að skoða hjá honum bátinn og veitti því þá at-
hygli, að hann var borðstokkalaus (enginn hringur á honum),
eins og skekta. Þetta þótti viðmælanda Óskars óvenjulegt og
hafði orð á því við hann og spurði af hverju báturinn væri
svona. „Hella úr honum góurinn, hella úr honum“ sagði Óskar.
Viðmælandanum þótti þetta ekki nóg skýring og vildi fá að vita
betur, hvað hann ætti við. „Jú, góurinn, það er nefnilega þann-
ig, að það er nokkuð sama hvaða ólög báturinn fær, sé seglum
rétt beitt, eins og ég og aðrir vanir siglingamenn kunna, má
steypa þeim úr honum.“ „En hvað verður um aflann, maður?"
111