Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 124
SKAGFIRÐINGABÓK
Tröllaskarði sem Rúnki, stjórnandi Hafsteins, gerði greinargóð
skil. Málsatvikum var lýst á sömu leið og áður og eftir því sem
Eymundur segir sýndist hverjum þátttakanda sitt um hvað taka
skyldi til bragðs:
Hákon vildi í rauninni semja, en við töldum að það væri
búið að banna okkur að sprengja. Hákon vildi nú halda
sig við sína veglínu, vildi ekki að hún yrði eyðilögð fyrir
honum þannig að þarna yrði mikil blindhæð. En við
hinir vildum það ekki. Við vildum ekki vera að hætta á
neitt.
Það varð úr að ákveðið var að æskja leyfis fyrir nokkrum spreng-
ingum í Tröllaskarði, svo vegurinn yrði ekki afleitur á þessum
kafla. Fyrst var leitað eftir samþykki íbúanna í klöppunum.
Síðan átti að reyna að ná samningum við Grímu, kvenmanninn
sem kastaði álögum á skarðið einhvern tímann á 15. eða 16.
öld:
Við héldum alltaf fyrst að þetta væru álfar. Nú tala ég
um þetta alveg eins og það sé sjálfsagður hlutur, sem að
mér finnst ekkert alltaf. En þó, ég var nú nokkuð trú-
aður þarna. Það mun líka hafa komið fram að það voru
auðvitað álfar þarna. En þeir eru ekkert slæmir. Þeir flytja
sig bara ef þeir fá að vita þetta, svo ekki þarf að hafa
stórar áhyggjur af þeim. Það er almennilegt fólk. En þessi
illu álög konunnar gátu valdið því að þarna kæmi eitt-
hvað illt fyrir ef farið yrði að hrófla við landinu.
En frá þessu er í rauninni ekkert mikið meira að segja
annað en það, að ég man alltaf eftir því þegar við spurð-
um hvort við gætum ekki fengið að tala við þessa konu.
Þá sagði Rúnki hinum megin: „Hún er ekki hér.“ Það
þýddi bara, að hann þyrfti þá einhvern annan miðil til að
komast yfir í hennar heim. Það kom líka fram að ef menn
eru vondir hér í mannheimi, þá verða þeir að ganga í
gegnum mikið og virðast vera lengi að ná sér upp. Þeir
122