Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 126
SKAGFIRÐINGABÓK
Af því að þetta var nú komið af stað, þá vildi Hákon
endilega reyna að ná einhverju samkomulagi við fram-
liðna um að geta nú sprengt svolítið. Hann vildi ekki
alveg gefast upp. Svo við töluðum við tvær konur. Onn-
ur var svona góð kona og sá eitthvað meira en aðrir, en
hin var miðill en náttúrulega ekki eins stórkostlegur eins
og Hafsteinn. Svoleiðis að við héldum nú aldrei neinn
fund, en við fórum og töluðum við báðar þessar konur.
Eg man nú eftir því að önnur þeirra að minnsta kosti taldi
að það gæti nú verið í lagi að sprengja þarna. En það fór
nú svo að það var ekki gert. Það var ekki sprengt.
„Eg varð að lofa að hreyfa ekki við neinu“
Þegar farið var að undirbúa framkvæmdir við Tröllaskarðið var
ljóst orðið að vegurinn fengi ekki að liggja í gegnum það, held-
ur yrði hann leiddur upp yfir aðra klöppina. Raunar vissi vinnu-
flokkurinn næsta lítið um allt umstang yfirstjórnarinnar, en
vísast hefur huldufólkið enn verið uggandi um sinn hag. Verk-
stjórinn, Alfreð Jónsson, átti að minnsta kosti enga næturró
fyrr en hann hafði gefið fullvissu um að bannhelgin yrði virt:
I gegnum tíðina hef ég verið ákaflega berdreyminn og
margt af því sem fyrir mig hefur borið í svefni hefur
komið fram. Nú, ég lenti tvisvar í kasti við þetta fólk í
svefninum. I seinna skiptið varð ég að lofa að hreyfa ekki
við neinu. Eg var staddur, fannst mér, úti í skarðinu. Þar
út úr þótti mér koma maður að mér og keyra mig bara
alveg niður og vildi ekki sleppa mér fyrr en ég væri búinn
að lofa að raska engu. Hann bara lá ofan á mér. En um
leið og ég var búinn að lofa því, þá sleppti hann.
Fyrri draumurinn var svipaður, nema ég komst ekki í
beint kast við þá. Það voru fleiri saman sem sóttu að mér,
124