Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 134
SKAGFIRÐINGABÓK
Bæjarfulltrúinn og yfirkennari Lærða skólans, Halldór
Kr. Friðriksson, tók þessu saklausa erindi fjarri. Það risu
á honum hárin. Hvað er þetta „nokkurs konar aðskotadýr"
að vilja upp á dekk „vitandi ekki neitt“? Þvílík ósvífni í
þessum manni úr Vesturheimi að falast eftir upplýsingum
frá bæjarstjórn Reykjavíkur. Honum væri skyldast að
útvega þær sjálfur. Yfirkennarinn náði ekki upp í nefið á
sér fyrir hneykslan. Þetta var allt saman „humbug", raf-
magnsmálið „humbug" og Frímann „humbugisti".
Félagi Halldórs í bæjarstjórn, Jón Jensen yfirdómari í
landsyfirréttinum, tók í sama streng, réttast væri að gefa
því engan gaum „sem þetta aðskotadýr, sem ekki einu
sinni væri sveitlægt hér, væri að biðja um, sem þar að
auki ekki vissi meira en þeir í rafmagnsfræði".2
Tryggvi Gunnarsson bankastjóri lagði sig í líma um að útbreiða
þann orðróm, að eitthvað slægi feilt í Frímanni og kallaði hann
aldrei annað en „Frímann vitlausa".3 Þetta sýnir glöggt móttök-
urnar sem eldhuginn og frumherjinn fékk og hvað þröngsýnin
var mikil. Reykvíkingar reistu síðan gasstöð og lögðu gaslagnir
í bæinn með ærnum kostnaði 1910 og virkjuðu ekki Elliðaárnar
fyrr en 1921. Þá hafa sjálfsagt margir, er unnu bæjarsjóði, nagað
sig í handarbökin fyrir að hafa ekki hlustað á Frímann.
Frímann ferðaðist víða um land, skoðaði virkjunarkosti í fall-
vötnum og hvatti til nýtingar þeirra. Hann mun hafa komið í
Skagafjörð nokkru eftir aldamót og hefur sú ferð líklega leitt af
sér þá umræðu sem uppi var á árunum frá 1905—1913 um
nauðsyn þess að mæla fallvötn og koma upp raforkustöðvum
þar sem það væri mögulegt. Fyrsta vatnsaflsstöð hérlendis tók
2 Jón Hjaltason: „Frímann B. Arngrímsson raffræðingur". Þeir settu svip á öld-
ina. íslenskir athafnamenn II. Ritstj. Gils Guðmundsson, Rvk 1988, bls. 137.
3 Jón Hjaltason: „Frímann B. Arngrímsson raffræðingur'. Þeirsettu svip á öldina
II, bls. 136.
132