Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 135
ÞRÓUN RAFVÆÐINGAR OG GÖNGUSKARÐSÁRVIRKJUN
ril starfa 12. desember 1904. Þá voru kveikt rafljós í fimmtán
húsum í Hafnarfirði, þau fyrstu á Islandid Vatnsaflsstöðin var
reist af Jóhannesi Reykdal, og er upphaf raforkualdar hérlendis
oftast miðað við þá dagsetningu. Þá voru liðin 22 ár frá því að
fyrsta raforkuver, sem seldi orku til almennings, var tekið í
notkun í New York. Nokkrar virkjanir voru reistar í kjölfar
þessa, á Patreksfirði 1911, á Seyðisfirði var Fjarðará virkjuð við
Fjarðarsel árið 1913 og settur upp fyrsti háspennti rafallinn á
Islandi. Virkjunin er enn gangfær en er aðallega safngripur.
Forsagan
Árið 1913 fékk hreppsnefnd Sauðárhrepps Jón ísleifsson verk-
fræðing til liðs við sig til að kanna virkjunarkosti í Sauðá og
Gönguskarðsá. Taldi Jón Gönguskarðsá vera vænlegri til virkj-
unar og ætlaði að gera áætlun um virkjun hennar. Af því varð
þó ekki, og féll málið niður um tíma. Á árunum 1915 og 1916
var Guðmundur Hlíðdal verkfræðingur, síðar Póst- og sima-
málastjóri, fenginn til að athuga virkjunarkosti í Gönguskarðsá.
Hann gerði lauslega áætlun um 70 hestafla virkjun, eins og Jón
Isleifsson nokkrum árum áður, rétt ofan við þann stað sem
brúin er nú á ánni.4 5 Taldi Guðmundur virkjunina kosta 60.800
kr. Ekki varð neitt úr framkvæmdum, enda stríðstímar og erfitt
um alla efnisútvegun til verksins. Vegna þessa mikla áhuga á
virkjun til raforkuframleiðslu var farið að gera reglulegar vatns-
mælingar í Sauðá og Gönguskarðsá. Þær mælingar annaðist að
mestu Pétur Sighvats úrsmiður og símstjóri. Ekki lét hrepps-
nefnd við svo búið standa og skipaði 19- mars árið 1917 nefnd
4 Jón Guðnason: Umbylting við Patreksfjörð 1870—1970. Fra' batndasamfélagi til
kapitalisma. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 32, Rvk 1993, bls. 96. Sjá einnig
Saga SeyðisfjarAar. bls. 26.
5 Eysteinn Bjarnason: „Þættir út sögu rafveitumáls Sauðárkróks og Skagafjarðar
og um hitaveitumál Sauðárkróks. Erindi flutt af Eysteini Bjarnasyni forseta
bæjarstjórnar". Arsskýrsla Sambands ís/enskra rafveitna 1949, bls. 85.
133