Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 139
ÞRÓUN RAFVÆÐINGAR OG GÖNGUSKARÐSÁRVIRKJUN
til sönnunar hallaði hann sér upp að veggnum þar sem
slökkvarinn var, ók sér lítið eitt og kallaði: „Verði ljós!“
— og það varð.
Isleifur orti brag um rafvæðingu Björgvins. Þar eru þessi erindi:
Meira ljós, kallaði kauptúnið hátt,
það kall barst að Djúpinu vestur.
Og þó við í fjármálum lægjum hér lágt,
þá leið til vor rafsegulgestur.
Svo blíður í máli og búinn í skart,
með bros, sem gat vangana farfað.
Það fylgd' honum líka svo mikið og margt
og mótor, sem gat ekki starfað.
Hann leigði frá Reykjavík ljósgjafa þrjá,
svo ljómandi fallegar verur.
Og stúlkurnar horfðu þá ástfangnar á,
þeir áttu svo fjölbreyttar perur.
Þær vissu það líka, og síðar það sást,
er samböndin voru í lagi,
að háspennustraumur og elektrísk ást
er alveg af sams konar tagi.
Hann Böðvar í fjármálaflækjunni stóð,
sem fleygur í rætinni hnyðju.
Og aðstaðan fannst honum annað en góð,
því allt var hann sokkinn að miðju.
En skyldleikans vegna hann Bergur sá best,
að bjargræðin mátt’ ekki spara.
Hann kom þvf með lögfræðing, lækni og prest
og — ljósmóður, svona til vara.“9
9 Kristmundur Bjarnason: Sýslunefndarsaga Skagfirðinga II, Ak. 1989, bls.
128-129.
137