Skagfirðingabók - 01.01.1997, Síða 140
SKAGFIRÐINGABÓK
Rafveita SauSárkróks
I byrjun febrúar 1923 keypti Kristinn P. Briem kaupmaður raf-
stöðina, lét ljúka við veitukerfið og útvegaði rafmagnsmæla og
ýmis tæki til stöðvarinnar. Hann rak rafstöðina til vorsins 1925
með svo miklum halla, að hann hætti rekstri hennar. Þar með
lauk rafveiturekstri einstaklinga á Sauðárkróki.10 Þá keypti hrepps-
félagið stöðina, að ráði Steingríms Jónssonar rafmagnsstjóra í
Reykjavík, og rak hana þar til Sauðárstöðin tók til starfa. Sölvi
Jónsson var áfram gæslumaður, en rafstöðin mun hafa verið
flutt í vélarsal frystihússins. Eftir þetta hét fyrirtækið Raf-
magnsveita Sauðárkróks.
Arið 1925 var bætt við vélasamstæðu, 8 hestafla olíuhreyfli
frá Bergensuns mek. verkstad í Stokkhólmi með 6 kW jafn-
straumsrafal frá A/S Titan í Kaupmannahöfn, 110 V, reim-
drifnum. Arið 1929 var þriðju vélinni bætt við, 17 hestafla
Tuxham aflvél, með 10 kW jafnstraumsrafal frá Thomas B.
Thrige í Odense, Danmörku.* 11
A þessum árum var oft erfitt að fá raftæki til notkunar á
heimilum. Rafveitan fékk einkasölu á raftækjum, en fékk síðar
verslun J. Fr. Michelsen til að annast sölu á tækjunum í sínu
umboði til ársins 1945 að einkasölu var aflétt og kaupmönnum
var frjálst að versla með slík tæki sem annað.12 Dreifikerfi raf-
veitunnar var tvítauga loftlínukerfi á tréstaurum, um 600 m
langt, eggvör voru fyrir hverja heimtaug. Götuljós voru 10 og
var rafmagni til þeirra dreift frá húsi Haraldar Júlíussonar í
báðar áttir um rofa. Rafmagn var nú komið á flest heimili á
Sauðárkróki til ljósa, en rafstöðin svo lítil að ekki var til raf-
magn til iðnaðar. Tekjur rafveitunnar voru á árunum 1927-
10 Eysteinn Bjarnason: „Þættir úr sögu rafveitumáls Sauðárkróks ...“, bls. 86.
11 Guðjón Guðmundsson og Lýður Björnsson: Rafstöðvabókin, bls. 46. Oprent-
að hdr. í eigu Guðjóns.
12 Eysteinn Bjarnason: „Þættir úr sögu rafveitumáls Sauðárkróks ...“, bls. 87.
138