Skagfirðingabók - 01.01.1997, Side 141
ÞRÓUN RAFVÆÐINGAR OG GÖNGUSKARÐSÁRVIRKJUN
1929 um 12 þús. kr. á ári, bókfærð eign hennar árið 1930 var
11 þús. kr. en skuldir hennar 17 þús. kr.13 Þegar hér var komið
var fyrirséð að litlar stöðvar gætu ekki annað eftirspurn eftir
raforku í vaxandi bæ.
Stóri draumurinn og litlu stöðvarnar
Mikill og vaxandi áhugi var á öflun raforku í Skagafirði. Arið
1928 skoraði almennur hreppsfundur í Hofshreppi á sýslunefnd
að hlutast til um að Búnaðarfélag Islands fengi mann til að
athuga virkjunarkosti á einstökum sveitabýlum og í þorpunum
við sjávarsíðuna á sinn kostnað, og á næstu árum var ráðist í
nokkrar virkjanir fyrir einstök sveitabýli. Þar kemur fyrst við
sögu Bjarni Runólfsson frá Hólmi í Landbroti sem smíðar og
setur upp 3 vatnsaflsstöðvar til heimilsnota í Skagafirði. Árið
1929 eru settar upp stöðvar á Flugumýri, 3,6 kW, og Syðra- og
Ytra- Vatni, 8,5 kW. Sett var upp 5 kW stöð á Stóra-Vatns-
skarði árið 1929, en sú stöð var ekki smíðuð af Bjarna. Sama ár
á Álfgeirsvöllum, 8 kW stöð og síðan á Nautabúi í Lýtings-
staðahreppi árið 1931, 10 kW. Næstu ár bættust nokkur býli í
hópinn. Árið 1937 var sett upp stöð á Hólum í Hjaltadal, 6 kW.
Á Skíðastöðum í Skefilsstaðahreppi var sett upp 5,5 kW stöð
árið 1938, Ysta-Mói í Fljótum 1939, 1,5 kW, Hrauni í Fljótum
0,7 kW, Sleitubjarnarstöðum 1948, 16 kW, Hólum í Hjaltadal
í Víðinesá 1952, 50 kW, Vatni í Hofshreppi 1954, 10 kW,
Fagranesi í Skarðshreppi 1957, 15 kW, Reykjum í Skarðshreppi
1960, 9 kW og í Hafragili í Skefllsstaðahreppi 1960, 10 kW.
Aðeins tvær af þessum stöðvum eru í gangi ennþá, á Fagranesi
og Vatni í Hofshreppi, hinar voru stöðvaðar þegar samveita var
tengd. Síðar smíðaði Bragi Þ. Sigurðsson vélsmiður á Sauðár-
króki vélar sem settar voru upp á Vatni í Hofshreppi árið 1983,
13 Guðjón Guðmundsson og Lýður Björnsson: Rafstöðvabókin, bls. 46.
139