Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 142
SKAGFIRÐINGABÓK
12 kW og á Fremri-Kotum sama ár, 29 kW. Þeir bæir eru utan
samveitu.14
Heimarafstöðvar í Skagafírði urðu aldrei mjög margar þótt á
mörgum jörðum væru góðir virkjunarkostir. Þessar virkjanir
hafa örvað umræðu um orkuver sem þjónað gæti öllu héraðinu,
margir fundir voru haldnir um málið, og snerist umræðan fljótt
um virkjun í Svartá við Reykjafoss sem Halldór Guðmundsson
hafði áætlað þegar hann var hér á ferð 1920 við athugun á
virkjunarkostum, eins og áður er getið.
Reykjafoss í Svartá
í ágústmánuði 1929 er á ferð í Skagafirði á vegum vegamála-
stjóra Jón Isleifsson verkfræðingur sem eins og Halldór Guð-
mundsson hafði komið við sögu virkjunarrannsókna í Skaga-
firði. Honum var falið að gera mælingar og frumathuganir á
virkjun Svartár við Reykjafoss.15 Jón hafði gert ráðstafanir til að
fá send frá Reykjavík þau mælitæki sem hann taldi nauðsynleg
vegna starfsins, en vegna einhverra mistaka komu þau ekki í
tæka tíð og varð hann því að gera allar mælingar með hallamæli
og málbandi. Þessar mælingar Jóns voru einu gögnin sem voru
fyrirliggjandi þegar þeir Steingrímur Jónsson og Jakob Guð-
johnsen, nýbrautskráðir verkfræðingar, fullhönnuðu virkjun í
fossinum árið eftir án þess að hafa komið að honum. Það þættu
ekki trúverðugar upplýsingar að byggja á við undirbúning stór-
framkvæmda í dag. Engar rennslismælingar höfðu verið gerðar
í ánni áður en Jón hóf athuganir sínar og hefur hann líklega
ákvarðað rennslishraða árinnar með svokallaðri hrossataðsaðferð,
en hún er í því fólgin að henda þurrum hrossataðsköggli í
14 Skrár Rafmagnseftirlits ríkisins. Einkavatnsaflsstöðvar á íslandi, Bjami Run-
ólfsson Hólnii. Minningarrit, Rvk 1944, bls. 40-41. Upplýsingar frá Braga Þ.
Sigurðssyni vélvirkja.
15 Kristmundur Bjarnason: Sýslunefndarsaga Skagfirðinga II, bls. 130-131.
140